Geirmundur Valtýsson (71) er kóngurinn:
Geirmundur Valtýsson sveiflaði sér inn í hjarta þjóðarinnar í lok sjötta áratugarins og hefur slegið takt sinn með henni síðan. Hann hefur spilað á böllum óslitið frá árinu 1958 og er ekki á leiðinni að hætta. Sveiflukóngurinn úr Skagafirði var sæmdur fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á nýársdag.

geirmundur

FÁLKAORÐUSVEIFLA: Sveiflukóngurinn úr Skagafirði hlaut fálkaorðuna fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar. Geirmundur Valtýsson er einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar.

Steinhissa „Ég átti nú ekki von á þessu og varð steinhissa þegar ég fékk tilkynningu um að ég hefði verið sæmdur orðunni,“ segir Geirmundur Valtýsson sem nýtti sér ferðina í bæinn og sló upp balli á Kringlukránni.Geirmundur fékk riddarakross fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar. Það er óhætt að segja að framlag hans hefur verið og er ríkulegt en fáir Íslendingar hafa spilað á jafnmörgum böllum og hann.

Ást á sveitaböllum
„Ég segi alltaf að tónlistin sé vítamínið mitt. Í gamla daga náði fólk saman á þessum sveitaböllum, eignaðist kærustur og kærasta og dansaði þaðan út í lífið. Þá var dansað með haldi og sungið með. Sú stemning er enn hér á Kringlukránni og það er óviðjafnanlegt.“

Geirmundur er margra manna maki hann starfaði þar til nýlega á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga en samhliða því er hann með búrekstur sem hann sinnir enn af fullum krafti. Geirmundur var ungur að árum þegar hann hóf að spila á böllum og án efa hefur hvert mannsbarn á Íslandi á einhverjum tímapunkti stigið dans við lögin hans. Fjöldi listamanna hefur spilað undir hjá goðinu. Hljómsveitin Trúbrot lék undir í einu allra vinsælasta lagi hans fyrr og síðar, Nú er ég léttur, en það lag er tekið á hverju balli.

geirmundur

VINSÆLL: Ballgestir óskuðu Geirmundi til hamingju með fálkaorðuna.

„Ég tek alltaf við óskalögum, mér finnst það sjálfsagt. Vinsælustu lögin eru Nú er ég komin heim sem er á góðri leið með að verða nýr þjóðsöngur Íslendinga og hefur tekið við af Undir bláhimni sem var vinsælast lengi vel. Af mínum lögum þá er það Ort í sandinn og Nú er ég léttur, það tökum við á hverju balli.“

ÿØÿà

ORT Í SANDINN: Valgarð og frú eru einlægir aðdáendur Geirmundar og er lagið Ort í sandinn í algjöru uppáhaldi hjá þeim.

Presley og Paul
Geirmundur hefur leikið á böllum í sextíu ár en það eru fáir sem hafa leikið það eftir. Hann lék með ýmsum hljómsveitum en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar var stofnuð árið 1971 og verður því 45 ára í ár.

„Ég væri löngu hættur ef ég hefði ekki gaman af þessu. Tónlistin heldur í mér lífinu, er mitt vítamín. Ég hef leikið á böllum óslitið frá árinu 1958. Ég hef leikið um allt land og komið víða við. Ég byrjaði á gítar en leik núna mest á hljómborð en gríp samt alltaf í nikkuna, hún er sígild. Ég er oft spurður að því hverjir séu mínir uppáhaldstónlistarmenn í gegnum tíðina, ég tek hattinn ofan fyrir Elvis Presley á hverri stundu en Paul MacCartney er minn maður.“

geirmundur

MÆTA ALLTAF: Kristjana og Reynir grípa hvert tækifæri og láta sig ekki vanta á dansgólfð. Þau eru einlægir aðdáendur Geirmundar og syngja gjarnan með.

Geirmundur var samur við sig þegar að hann renndi suður til að taka á móti orðunni, hann nýtti að sjálfsögðu ferðina og hélt dansleik á Kringlukránni.
„Ég hef spilað á Kringlukránni frá árinu 2003 og það er vel sótt. Gólfið fyllist um leið og við byrjum að spila. Þetta eru þakklátir gestir og dansa frá fyrsta tóni til hins síðasta. Hér ríkir ósvikin gleði og það er það sem gefur mér orkuna til að spila áfram,“ segir Geirmundur sem hefur ekki sungið sitt síðasta.

ÿØÿánÐExif

DANSVINIR: Þessi hressi vinahópur æfir saman dans og hefur gert í mörg ár, þau mæta reglulega á böllin til að æfa danssporin.

Related Posts