Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, brást skjótt við ósk íslenskra læknanema í Martin í Slóvakíu um miða á landsleik Íslendinga á Slóvaka á þriðjudaginn og sendi um hæl 96 aðgöngumiða til þeirra.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur vináttuleik við Slóvaka næsta þriðjudag, 17. nóvember, og verður leikið í Zilina sem er skammt frá borginni Martin í Slóvakíu þar sem íslensku læknamemarnir stunda nám.

Er mikil ánægja meðal læknanemanna með þessi höfðinglegu viðbrögð Geirs Þorsteinssonar og hans manna í KSÍ.

Related Posts