Baldur Rafn Gylfason (38) fagnaði með sínu fólki:

Heildverslunin bpro stóð fyrir heljarinnar hársýningu í Gamla bíó þar sem öllu var til tjaldað. Heildverslunin var tilnefnd sem dreifingaraðili ársins 2015 hjá hárvöruframleiðandanum label.m en heildverslunin fagnar nú fimm ára afmæli.

Hár  „Þetta var meiriháttar og við svifum um í gleði. Það gekk allt upp, hármeistararnir sem komu frá Tony and Guy áttu ekki til orð yfir það hvað þetta gekk upp. Þeir eru vanari að halda töluvert stærri sýningar en við vorum með hér en þeir sögðu að stemningin hafi verið einstök,“ segir Baldur Rafn sem var ánægður með góða veislu.

Heildverslunin sem byrjaði í bílskúrnum hjá Baldri hefur heldur betur vaxið á þeim fimm árum sem hún hefur verið starfandi. Fyrirtækið var valið dreifingaraðili ársins hjá label.m sem bpro flytur inn. Label.m er geysivinsælt merki og er í dag ein mest selda hárvara á stofum landsins.

ÿØÿác Exif

EKTA GLAMÚR: Kristínog Lúsí af stofunni Glamúr mættu í fjörið.

Séð og Heyrt – út um allt!

Related Posts