Áslaug Björt Guðmundardóttir (49), rekstrarhagfræðingur og rithöfundur:

Árið mitt 2017 er íslensk dagbók eftir Áslaugu Björt sem kemur nú út í fyrsta sinn. Um er að ræða persónulega dagbók sem gefur notandanum aðferðir, hugmyndir og nóg pláss til að vinna að því allt árið að skerpa sýn sína á það sem skiptir máli í lífinu og efla með sér gleði, jákvæðni og þakklæti. Í bókinni eru settir fram tólf svokallaðir hamingjulyklar, einn fyrir hvern mánuð, sem byggt er á og eru nokkurs konar vegvísar í gegnum árið. Í tilefni af útgáfunni bauð Áslaug Björt upp á útgáfugleði á Kaffi Vest.

Áslaug Björt Árið mitt 2017

STOLT: Áslaug Björt er afar stolt af draumadagbókinni sinni, Árið mitt 2017, og hér er hún komin með fyrsta eintakið.

MARKMIÐ „Lífshamingja hefur lengi verið vinsælt rannsóknarefni, ekki síst nú síðustu árin undir merkjum fræðigreinarinnar jákvæð sálfræði. Margt bendir til að ákveðnir eiginleikar eða dyggðir skipti þar mestu máli, eins og bjartsýni, þakklæti og nægjusemi. Einnig skipta sjálfstraust og sjálfsþekking miklu máli og að leggja áherslu á styrkleika sína fremur en veikleika. Auk þess eykur það hamingju fólks að sinna athöfnum sem ýta undir andlega og líkamlega vellíðan, eins og að nærast og hvílast vel, hreyfa sig daglega og njóta samveru við aðra,“ segir Áslaug Björt.  Hugmyndin að bókinni hefur lengi verið í bígerð hjá Áslaugu Björt. „Mig hafði lengi langað að eiga fallega dagbók sem ég gæti nýtt mér til persónulegrar stefnumótunar eða sem nokkurs konar áttavita fyrir sjálfa mig. Bók sem ég gæti geymt á náttborðinu og skráð í drauma mína, markmið, þakklæti og ýmsar hugleiðingar í dagsins önn. Ég ákvað að búa til bók sem gæti þjónað þessum tilgangi og leyfa fleirum að njóta með mér,“ segir Áslaug Björt og brosir.

Áslaug Björt Árið mitt 2017

VISKA: Innlit í dagbókina góðu, hér má sjá hamingjulyklana tólf sem og sýnishorn af markmiði júlímánaðar.

Áslaug Björt Árið mitt 2017 Áslaug Björt Árið mitt 2017

Innsæið og sköpunargleðin í forgrunni

„Loksins núna er ég komin með draumadagbókina. Ég hef þó í mörg ár átt sérstaka bók sem ég skrái í ýmsar hugleiðingar frá degi til dags en einnig hef ég lengi haft fyrir sið að gefa mér tíma í byrjun hvers árs til að átta mig á hvað ég vil láta rætast á árinu og hvaða áherslur ég vil leggja fyrir næstu mánuði. Til þess hef ég nýtt mér ýmsar aðferðir, bæði úr stjórnunarfræðunum og eins hefur mér þótt gott að virkja innsæið og sköpunargleðina við þessa vinnu. Í tengslum við útgáfuna núna hef ég hugsað mér að setja upp vinnustofur fyrir áhugasama í byrjun næsta árs þar sem ég mun kynna þessar stefnumótunaraðferðir ásamt því að fara betur yfir hugmyndafræðina sem ég byggi bókina á – tólf hamingjulyklum, einum fyrir hvern mánuð ársins, sem þjóna hlutverki vegvísis á þeirri leið sem við mörkum okkur á árinu,“ segir Áslaug Björt og er mjög ánægð með útkomuna.

ÿØÿà

GLAÐIR SAMAN: Þeir Geir Gunnarsson og Valdimar Bjarnason voru hinir hressustu á útgáfugleðinni á Kaffi Vest.

Áslaug Björt Árið mitt 2017

SÆLLEGAR OG KÁTAR: Þær, Áslaug Björt og Rebekka Sveinbjörnsdóttir fögnuðu vel saman.

Áslaug Björt Árið mitt 2017

FÖGUR FLJÓÐ: Þær María Karen Ólafsdóttir og Guðfinna Auður Guðmundsdóttir létu fara vel um sig í útgáfugleðinni.

Áslaug Björt Árið mitt 2017

ÖMMUGULL: Áslaug Björt ásamt ömmustelpunni sinni, Rakel Emmu Guðmundardóttur.

 Séð og Heyrt notar dagbækur.

Related Posts