Kristján Jón Guðnason (72) fyrrum póstafgreiðslumaður:

Sívinnandi „Þessi bók er um nægjusemina og hófsemina sem við þurfum á að halda í þessu öfgaþjóðfélagi sem við búum í í dag. Bókin varpar ljósi á breytt viðhorf gagnvart græðginni og látunum,“ segir Kristján Jón Guðnason sem nýlega gaf út myndasöguna Mundi sem er nú til sölu í Eymundsson.

24. tbl. 2015, bók, Kristján Jón, Mundi, SH1506181770

TÝNDIST EN FANNST AFTUR: Hugmyndin að bókinni um Munda fékk Kristján fyrir nokkrum árum síðan. Hann týndi henni síðan og fann hana aftur í vetur og ákvað að gefa hana út.

Kristján hefur gefið út nokkrar myndasögur og ljóðabók og er hvergi nærri hættur. „Ég var í Myndlista- og handíðaskólanum og lærði þar myndlist. Ég byrjaði fyrst að gera myndasögur fyrir 30 árum síðan og er rétt að byrja.“
Kristján er fyrrum póstafgreiðslumaður en er nú kominn á eftirlaun. „Það er fínt að geta sinnt myndlistinni nú af heilum hug. Ég er sívinnandi, ætli ég vinni ekki svona 12-13 tíma á dag við skriftir.“
Bráðum hefst sýning á verkum Kristjáns á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg, eða þann 25. júní. „Það er myndasaga sem ég gef út í haust og inniheldur pólitískar sögur. Hún heitir Hús óttans og fjallar um hvað verður gert við gamla fólkið eftir 50 ár þegar það verður orðið of margt. Ég stefni á að gefa út fjórar bækur í haust,“ segir Kristján kokhraustur.

Related Posts