Ingvar Þórðarson (51) fílar sig með Finnum:

Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp, hjá Kisa, hafa átt í farsælu samstarfi við finnsku kvikmyndaframleiðendurna í Solar Films en saman hafa fyrirtækin gert tíu kvikmyndir. Sú nýjasta, The Grump, var frumsýnd í Háskólabíói þar sem gestir skemmtu sér konunglega.

SH-img_9230

VASKIR MENN: Hér er öflugt gengi á ferð. Framleiðandinn Jukka Helle, Ingvar og sonur hans, leikstjórinn Dome Karukoski, höfundur bókarinnar sem handrit The Grump byggir á, Tuomas Kyrö, og Júlíus Kemp.

Nöldurseggur Ingvar er orðinn býsna reyndur framleiðandi. „Það var sérstaklega gaman að gera þessa mynd. Við erum algerlega á sömu línu og þessir finnsku náungar,“ segir hann um samstarfið. Vonarstræti var mest sótta myndin á Íslandi á síðasta ári en fyrirtækin áttu einnig vinsælustu mynd Finnlands í fyrra. „Það kostaði svipað að gera þær báðar en önnur tók inn 50.000 manns en hin 500.000.“

The Grump fjallar um þunglamalegan og gamaldags karlfausk sem þarf að takast á við ýmis vandamál í kjölfar þess að hann meiðist á ökkla.

Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina í myndinni sem Ingvar segir hafa vakið mikla athygli um alla Evrópu. „Þetta er stórkostleg tónlist og myndin höfðar greinilega sterkt til Íslendinga. Við frumsýndum hana fyrir troðfullu húsi og það var mikið hlegið og sálir snertar.“

Finnar

Í STUÐI: Gísli Gíslason, lögmaður og rafbílafrömuður, ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Björnsdóttur.

 

Bíó

HESTAHJÓNIN: Þórarinn Jónsson, Póri í Laxnesi, og eiginkona hans, Ragnheiður Gíslason, mættu að sjálfsögðu til þess að njóta myndarinnar með stórvini sínum, Ingvari Þórðarsyni.

 

SH-img_9236

RAKARINN: Eiríkur rakari, afi Munda Vonda, hönnuðar og listamanns, ásamt Hörpu Pétursdóttur, unnustu Júlíusar Kemp.

 

Bíó

ÞRUSUÞRENNA: Finnski framleiðandinn Jukka Helle, Ingvar og Spessi ljósmyndari bregða á leik í Háskólabíói.

Related Posts