Stúdentum í samfélagsfræðum við Varndean háskólann í Brighton stendur til boða að fara í rannsóknarferð á útileik hjá fótboltaliðinu Millwall sem leikur í annari deildinni í Englandi. Þeim er ætlað að kanna verkamannakúltúrinn á vellinum. Hefur stúdentunum verið sagt að þeir muni sennilega upplifa kynþáttafordóma, hommafælni og yfirkeyrða karlmennsku.

Millwall liðið á íslenska tengingu en margir af fastagestum barsins Grand rokk voru áhangendur liðsins, þegar barinn var og hét á Smiðjustígnum. Meðal annars var farið á leiki liðsins ytra og lengi hékk hlutabréf í Millwall innrammað á einum veggja barsins.

Forráðamenn Millwall eru lítt hrifnir af þessum áformum og einn þeirra segir í samtali við Daily Telegraph að hann sé undrandi yfir því að Millwall skuli hafa verið valið í svona rannsókn.

Pete Baily forstöðumaður félagsvísindadeildar háskólans segir hinsvegar að heimaleikur Brighton and Hove Albion gegn Millwall hafi einfaldlega verið eini kvöldleikurinn sem stóð til boða á þessum tíma ársins.

Related Posts