Harington telur að ekki sé gaman í Belfast nema 2 til 3 daga í einu:

Game of Thrones stjörnunni Kit Harington, sem leikur Jon Snow í þáttunum, tókst að móðga borgaryfirvöld í Belfast á Norður Írlandi allverulega í sjónvarpsviðtali fyrir helgina með því að gera grín að borginni. Aðspurður um borgina sagði Harington að Belfast væri frábær í tvo til þrjá daga í einu. Leikarinn hefur hinsvegar dvalist í borginni meir og minna í þau fimm ár sem framleiðsla þáttanna hefur staðið yfir.

Frá því að Game of Thrones þættirnir urðu að einu vinsælasta stjónvarpsefni heimsins hefur mikill ferðamannaiðnaður tengdur þeim vaxið upp í Belfast. Borgin, og næsta nágrenni hennar, hefur enda verið helsti upptökustaður þáttanna í þau fimm ár sem gerð þeirra hefur staðið yfir.

SVIÐSMYND: Sviðsmyndir í Game of Thrones þáttunum er víða að finna á Norður Írlandi.

SVIÐSMYND: Sviðsmyndir í Game of Thrones þáttunum er víða að finna á Norður Írlandi.

Ummæli Harington féllu í þættinum Late Night með Seth Myers. Myers spurði Harington hvað hann myndi segja ferðamanni um Belfast ef sá væri á leið til borgarinnar. “Borgin er frábær í tvo til þrjá daga,” svaraði Game of Thrones stjarnan. Fleiri ummæli féllu sem skilja mátti sem háð um Norður Íra.

Norður Írar eru óánægðir með þessi ummæli Harington. Daily Mail hefur eftir talskonu Ferðamálaráðs Norður Írlands að Belfast hafi upp á margt að bjóða enda sé borgin í hópi vinsælustu ferðamannastaða Bretlands um þessar mundir. Benti talskonan m.a. á að borgin sé í fjórða sæti á lista Tripadvisor yfir tíu helstu ferðamannastaðina á Bretlandseyjum.

Related Posts