Var  nær óþekktur áður en hann fékk hlutverkið sem Jamie Lannister:

Hann er heimsþekktur fyrir hlutverk sitt sem Jamie Lannister í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Áður en hann fékk þetta hlutverk var danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau hinsvegar lítt þekktur utan heimalands síns.

Í viðtali við vikublaðið Se og Hör segir Nikolaj að Game of Thrones hafi gjörbreytt lífi sínu. Síminn hringi mun oftar hjá honum og tilboð um hlutverk í kvikmyndum streyma inn alls staðar að úr heiminum.

Þetta hlutverk hefur verið mjög mikilvægt fyrir ferill minn,” segir Nikolaj. “Bæði vegna þess að þættirnir eru gífurlega  vinsælir og því þekkja margir nafn mitt en ekki hvað síst vegna þess að margir í Hollywood horfa á þættina.”

Á NÝ: Fimmta þáttaröðina af Game of Thrones hefst á morgun, mánudag og lofað er meira blóði og ofbeldi en nokkurn tímann áður.

Á NÝ: Fimmta þáttaröðina af Game of Thrones hefst í nótt og lofað er meira blóði og ofbeldi en nokkurn tímann áður.

Fimmta þáttaröð Game of Throne hefur göngu sína í nótt kl. 01.00 en þættirnir eru sýnir á Stöð 2. Það er þekkt að framleiðendur þáttanna eru óhræddir við að láta drepa vinsælar persónur í þeim til hægri og vinstri. Nikolaj er hinsvegar einn af þeim sem verið hefur með frá fyrstu þáttaröðinni.

Related Posts