Nú má gera ráð fyrir að stjörnuparið Eva Mendes (40) og Ryan Gosling (33) séu í skýjunum í ljósi þess að stálhraust stúlka fæddist núna á föstudaginn síðasta. Íslandsvinirnir tveir voru mjög duglegir að halda sér úr sviðsljósinu að mestu eftir að óléttufregnirnar bárust út.

Mendes og Gosling hafa verið saman síðan 2011 og kynntust fyrst við tökur á myndinni The Place Beyond the Pines. Kaldhæðnislega sagði Gosling í viðtali við breska tímaritið The Times að hann ætlaði að ,,Búa til bíómyndir á fullu þangað til ég bý til börn.“

Miðað við þessi gen má gera ráð fyrir afskaplega fallegu eintaki af mannveru.

Related Posts