sigursStundum kennir neyðin naktri konu að spinna. Sigurveig Eysteins iðnhönnuður hefur reyndar alltaf verið listræn og haft gaman af að vinna hluti í höndunum. Hún hefur gott auga fyrir formum og er fljót að koma auga á möguleika í ýmsum gripum þótt þeir hafi mátt muna fífil sinn fegurri. Þetta kom sér oft vel þegar ekki var úr miklum peningum að spila á heimilinu því Sigurveig tók og gerði upp húsgögn sem aðrir vildu henda. Nú er þetta orðið lífsstíll fyrir henni og hún vinnur hlutina sína af ástríðu fremur en þörf.

 

Úr myrkrinu í ljósið

dots

Sigurveig rakst á þetta járnborð á markaði í Noregi þar sem hún býr. Það leit ekki vel út og kostaði aðeins nokkrar krónur. Nú nýtur það sín vel í holinu heima hjá henni.

 

Fótskemill, trappa eða mjaltastóll

skemi

Þessi litli skemill gæti hafa verið notaður sem trappa, til að hvíla þreytta fætur, eða verið mjaltastóll. En hvert sem notagildi hans hefur verið áður er hann núna ljómandi fallegur og passar vel undir gamla járnborðinu sem fengið hefur nýtt líf.

 

Hásæti fyrir barnabörnin

stor

Allar ömmur þekkja hve gaman er að gleðja barnabörnin. Sigurveig er orðin amma og þessi fallegi stóll bíður þess tíma að hún fái heimsókn frá litlum manneskjum sem hafa gaman af að sitja hátt og sjá vel yfir.

 

Dúkkan fær að sofa

dangerzone

Sigurveig fann dúkkurúmið á markaði í Noregi og keypti það fyrir 20 krónur norskar. Hún gerði það upp og tók fram rúmföt sem hún saumaði handa dóttur sinni fyrir 25 árum. Dótturdóttirin fékk svo rúmið og rúmfötin og líklega mun hvorutveggja svo ganga áfram til næstu kynslóðar.

Related Posts