038_john-galliano_theredlist

UPPÁHALDS: Galliano er í miklu uppáhaldi hjá ritstýru Vogue, Önnu Wintour.

Hinn heimsþekkti fatahönnuður John Galliano vakti mikla athygli þegar hann sást spóka sig um miðbæ Reykjavíkur. Galliano fór ekki tómhentur heim en hann keypti sér ullarnærföt. Galliano er hér á landi ásamt kærasta sínum, stílistanum Alexis Rocke og Hamish Bowles. Heimildir herma að þríeykið fari af landi brott í dag.

John Galliano er einn þekktasti hönnuður heims og frægt var þegar hann var rekinn frá Dior vegna óláta á almannafæri en eftir það hefur hann farið eigin leiðir og gefið Dior sjálfum lítið eftir.

 

 

Related Posts