Listamaðurinn Odee (33) með ratleik:

Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kýs að kalla sig, hefur haft nóg að gera í listsköpun sinni eftir að hann kom með hana fyrir sjónir almennings fyrir tveimur árum. Hann er búsettur á Reyðarfirði og vinnur þar í álverinu. Og þaðan kom hugmyndin að listaverkunum en þau eru prentuð á ál og eru kölluð „álverk“. Álverkin koma frá New York en öll vinna og listsköpun fer fram hér á landi. Stærri verk, verk sem eru tveggja metra, koma frá Kaliforníu. Odee hefur gert ýmislegt á stuttum ferli og á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst næstkomandi, gaf hann 30 listaverk í samstarfi við Gallerí Fold.

Ál er málið Odee er um þessar mundir í fríi frá álverinu og er heima í fæðingarorlofi en hann er tveggja barna faðir. Það er nóg að gera hjá Odee, hann er nýkominn heim frá Berlín þar sem hann og fleiri íslenskir listamenn voru með Pop Up Art Festival og vinnur hann nú að næstu sýningu.

„Ég byrjaði á álverkunum á sínum tíma til að fá útrás fyrir listsköpun og hina og þessa hæfileika sem ég hef,“ segir Odee. „Ég er góður í tölvuvinnu, photoshop og öðru slíku og hef áhuga á tölvuleikjum, kvikmyndum og menningu auk þess sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á markaðsfræði.“

Oddur skapaði sér listamannsnafnið Odee, sem var „vettvangur til að fá útrás, maður getur leyft sér ýmislegt sem listamaður.“ Auk þess að vera uppátækjasamur hefur hann mikinn áhuga á poppmenningu og hvernig hún birtist í tónlist, leikjum og kvikmyndum.

11535885_838833306185284_2208453578388547538_n

STORMA ÁFRAM Odee stillir sér kátur upp með Stormsveitarmanni, en áhrifa frá Star Wars gætir í nokkrum verka hans.

600 Odee-verk prýða heimili landsmanna
Odee er duglegur í list sinni og þrátt fyrir stuttan feril eru það í heild um 600 verk eftir hann sem eru til á heimilum landsmanna, ef allt er talið: álverk, skissur og plaköt. „Ég prenta út nokkrar prófarkir af hverju verki í nokkrum stærðum og gerðum, eins og skissur, og þær nota ég til að skoða gæðin,“ segir Odee. Fyrst söfnuðust prófarkirnar upp í bunka heima hjá honum en eftir að hafa fengið fyrirspurnir um hvort þær væru til sölu, hóf hann að selja þær á heimasíðu sinni og hafa prófarkirnar vanalega rokið út um leið og þær koma í sölu.

Odee hefur einnig gefið af sér og hefur hann gefið nokkur verk til góðgerðarmála, þar á meðal eitt verk til geðdeildar Landsspítalans.

Znow Whalkerfull

STJÖRNUVERK Það er ekkert Stjörnustríð hér, bara ofursvalt Odee-verk, Znow Walker, sem sækir innblástur til meistaraverks George Lucas.

preview

SVALT VERK Það þekkja allir þennan svaladrykk, verk Odee væri líka fjandi svalt uppi á vegg hjá þér.

Vakti athygli í Berlin og var „döbbaður“ á þýsku
Verk Odee vöktu mikla athygli í Berlín og hitti hann fullt af fólki úr bransanum og framtíðarviðskiptavini. „Það sem mér fannst langskemmtilegast úr heimsókninni þangað var að þýsk sjónvarpsstöð tók viðtal við mig og talsetti mig svo á þýsku,“ segir Odee og hlær. En hann vakti líka athygli meðal gesta sýningarinnar: „Þeim fannst bæði mjög sérstakt að ég hefði flogið yfir eldfjall og að ég byggi á Eskifirði og þyrfti að keyra í sex klukkutíma til að finna umferðarljós og hringtorg.“

Fimm verk eftir Odee hanga nú á tveggja stjörnu Michelin-veitingastað í Berlín, ásamt tveimur verkum eftir Ingvar Björn. Á meðal þeirra sem voru með þeim á Berlín Pop Up Festival má nefna Hjalta Parelíus, Einar Örn úr Sykurmolunum og Spessa. Íslenskar hljómsveitir spiluðu og boðið var upp á íslenskan fisk.

iOpal

BLÁR ÓPAL Það er löngu hætt að framleiða bláa Ópal hjá Nóa Siríus (því miður) en það má reyna að eignast hann frá Odee.

full

HREINMEY Það er ekkert mál að veiða þennan hrein til að setja upp á vegg hjá sér. Þú þarft bara að vera fundvís.

Ratleikurinn í miðbænum
Verk Odee hafa verið til sölu í Gallerí Fold um nokkurt skeið og hafa vakið athygli, sérstaklega hjá ferðamönnum. „Á Menningarnótt ætla ég að gefa 30 original Odee-listaverk í risastórum ratleik sem unninn er í samstarfi við Gallerí Fold,“ segir Odee. „Þetta eru eftirprent af Odee-verkum, hágæða eftirprent, eitt eintak af hverri mynd. Myndirnar eru allar einstakar.“
Þátttakendur þurfa að mæta í Galleri Fold á Rauðarárstíg kl. 11 til að fá nánari upplýsingar um hvar verkin verður að finna. „Finnandinn þarf síðan að koma með verkið til mín í Gallerí Fold fyrir kl. 15 sama dag, ef hann vill áritun,“ segir Odee.

Hægt verður að næla sér í sjaldgæf eintök af verkum, eins og Znow Whalker, Hreinmey, Fukhah, Bláum Ópal og fleiri gersemum. Verður verkunum komið fyrir í borgarlandinu, þau eru ómerkt og má sá sem þau finnur eiga þau.

1800092_670901696311780_588126626781909374_o

SVELLKALDUR Í ORLOFI Odee nýtur lífsins og listarinnar í fæðingarorlofinu.

 

Sýning nýrra verka á Ljósanótt í Keflavík
Fyrstu dagana í september, þann 1.-4., mun Odee síðan vera með sýningu á fjölmörgum nýjum verkum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sýningin ber nafnið Cash Mönneh og eru öll verkin, sem eru vel á annan tuginn, unnin úr 5.000 króna seðlinum. „Á sýningunni verða fjölmörg ný verk eftir mig sem ég hef verið að vinna í sumar,“ segir Odee. „Allar myndirnar eru með miklum húmor, það er bæði mikill húmor í verkunum og ádeila. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið að gera mikið af.“

13906747_1055602294508383_6787735251837643058_n

PENINGANA NÚNA Hér er eitt af nýjum verkum Odee sem hann mun frumsýna á Ljósanótt.Verkið ber hið skemmtilega nafn Pay Up Mafakka.

Viðburðinn má finna á facebook hér.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

 

 

 

 

Related Posts