Söngkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir eins og hún heitir réttu nafni, hefur skotist upp á stjörnuhimininn og er ein allra efnilegasta söngkona landsins. Hún svarar spurningum vikunnar.

 

DONALD TRUMP ER …? Vitleysingur.

 

HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Colgate.

 

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Geðveikur kjúlli.

 

BRENND EÐA GRAFIN? Brennd.

 

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? Borða.

 

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt.

 

FACEBOOK EÐA TWITTER? Facebook.

VINSÆL: Glowie er ein vinsælasta söngkona landsins og hún svarar spurningum vikunnar.

VINSÆL: Glowie er ein vinsælasta söngkona landsins og hún svarar spurningum vikunnar.

 

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hárgreiðslustofu Modus.

 

BORÐARÐU SVIÐ? Nei, ojj.

 

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Syng, elda og borða.

 

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Hárspennu.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hef smakkað hvorugt en held mér muni lítast betur á hvítvín.

 

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Ásgeir Páll Ágústsson.

 

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Ógeðslegur.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Gafst aldrei upp!

 

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Einhver trukkur/pallbíll.

 

FERÐU Í KIRKJU? Stundum.

 

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Hræðir mig.

 

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Bláa lónið.

 

KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt.

 

GIST Í FANGAKLEFA? Aldrei.

 

DRAUMAFORSETI? Pabbi.

 

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

 

REYKIRÐU? Nei.

 

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Engu.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014.

 

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Eitthvað sem tengist tónlistinni bara, var mjög stillt barn.

 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Sjónvarpsþættirnir Friends.

 

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nálar, blautt hár, blautar tásur.

 

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Fjórtán ára datt ég á gólfið inni í strætó og ég fór geðveikt að hlæja en var bara ein, og allir störðu á mig.

 

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? 9.

 

ICELANDAIR EÐA WOW? Veit ekki, ferðast ekki mikið.

 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Hvorugt.

 

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Veit ekki.

 

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblað.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Man ekki.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts