Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stendur í ströngu þessa daganna enda undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM í fullum gangi. Hann gaf sér þó tíma til að svara spurningum vikunnar.

 

DONALD TRUMP ER …? Frambjóðandi til forseta í Bandaríkjunum.

13. tbl. 2016, formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, SH1604074748, spurt og svarað

FLOTTUR: Geir á heimavelli í Laugardal.

HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Oftast Colgate.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Með fjölskyldu.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Hugsa málið.

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? Vinna sigur í landsleikjum.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Twitter.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Korner.

BORÐARÐU SVIÐ? Já.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Á heimleið og kaupi í matinn.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Síma.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Bjór.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Jón Ormar Ormsson sagnamaður.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Heitur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Í boltanum.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? KIA.

FERÐU Í KIRKJU? Já.

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Staðsetning er ekki lykilatriði heldur að Landspítali sé í fremstu röð spítala í heiminum.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Margir mjög fallegir.

KJÖT EÐA FISKUR? Kjöt.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

DRAUMAFORSETI? Gianni Infantino.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta.

REYKIRÐU? Nei.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Nærfatnaði.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Held að hún eigi eftir að koma.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Foreldrar mínir eru látnir.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Man það ekki en það gerist.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Nei.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Slæmur ósigur í landsleik í Liechtenstein.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Misjafnt.

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á sjálfan mig.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Kýs frið fyrir alla.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Bæði.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Úr Vesturbænum í Reykjavík að leik.

 

 

Related Posts