Stjörnuparið Justin Timberlake (33) og Jessica Biel (32) rýkur af hamingju um þessar mundir en þau eiga von á sínu fyrsta barni á næsta ári.

,,Akkúrat núna skiptir það þeim mestu máli að gleðjast yfir þessum fréttum sjálf,“ sagði talsmaður þeirra í samtali við Us Weekly. ,,Þau vilja fyrst og fremst bara hamingjusamt barn.“

,,Timberbiel“ byrjaði fyrst að stinga saman nefjum í janúar 2007 og gifti parið sig í október 2012. Miðað við þessi prýðilegu gen má óneitanlega gera ráð fyrir afskaplega fallegu kríli.

Related Posts