Helena Christensen fæddist á jóladag árið 1968 í Kaupmannahöfn. Faðir hennar er danskur en móðir hennar er frá Perú. Christensen var krýnd ungfrú Danmörk árið 1986 og eftir það hélt hún til Parísar þar sem hún starfaði sem fyrirsæta. Helena á íbúð í Kaupmannahöfn og á Manhattan í New York þar sem hún býr. Helena er þekkt fyrir fallegan og fágaðan stíl og vekur þessi græneygða fegurðardís athygli hvar sem hún kemur.

Helena Christensen

GLÆSILEG: Glæsileg í bláum samfestingi við opnun ljósmyndasýningar á Bleecker-stræti í New York. Hún var sjálf á bak við linsuna og hét sýningin „Visual Journey, Peru“.

Helena Christensen

SÆT OG SUMARLEG: Sæt og sumarleg í gallapilsi og í bol með blómamynstri á strætum New York-borgar.

Helena Christensen

ALGJÖR DANI: Hjólandi um götur New York-borgar í fáguðum sumarkjól eins og alvöru Dani.

Helena Christensen

GULLFALLEG: Gullfalleg í partíi á vegum Gianni Versace.

Helena Christensen

SÆT Í SILKI: Kynþokkafull með seiðandi augnaráð í silkikjól.

Helena Christensen

HEILLANDI: Gangandi um New York í sandölum, gullfallegum mynstruðum kjól og með belti um sig miðja.

Helena Christensen

SMART: Smart í kokteilboði.

Helena Christensen

DÁSAMLEG: Dásamleg í pastelbleikum síðkjól í Vanity Fair-partíi eftir Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles árið 2006.

ÿØÿà

FLOTT: Flott á tískupallinum á Paris Fashion Week árið 1991.

Related Posts