Melkorka S. Glúmsdóttir (18) tók þátt í tískusýningu í Amman í Jórdaníu:

Það er ekki langt að leita fegurðar og fyrirsætuhæfileika Melkorku því móðir hennar og amma eru báðar afburðafallegar og hafa heillað fólk með einstakri útgeislun sinni.

melkorka

FYRIRSÆTA Í HEIMSKLASSA: Bryndís Bjarnadóttir, móðir Melkorku, er ein glæsilegasta fyrirsæta sem Ísland hefur átt og myndir af henni hafa birst í mörgum af þekktustu tímaritum heims.

Góð gen     Íslensk fegurð Melkorka er dóttir Bryndísar Bjarnadóttur, sem verið hefur fyrirsæta víða um heim frá unga aldri. Myndir af Bryndísi hafa birst í flestum þekktustu tískutímaritum heims en undanfarin ár hefur hún starfað sem herferðastjóri hjá Íslandsdeild Amnesty International. Bryndís er gullfalleg og glæsileg en hún var uppgötvuð þegar hún var barnung að aldri í ferðalagi í London.

Faðir Melkorku er Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og  Bryndísar Schram, sem valin var fegurðardrottning Íslands árið 1957 þegar hún var 18 ára menntaskólastúlka. Bryndís þótti sérlega þokkafull en hún dansaði listdans í Þjóðleikhúsinu.

Hjá pabba í Jórdaníu

Melkorka var nýverið í Amman í Jórdaníu í heimsókn hjá pabba sínum sem starfar hjá NATO. „Ég var í tæpa þrjá mánuði í Jórdaníu og hafði hugsað mér að fara í skóla en það var of flókið til að að því gæti orðið,“ segir hún.

bryndís schram

AMMA FJALLKONA: Bryndís Schram er amma Melkorku var valin fegurðardrottning Íslands árið 1957 en hér er hún sem fjallkonan á 17. júní.

„Ástandið í Jórdaníu er gott og það var ágætt að vera þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og skráði mig því sem fyrirsætu á módelskrifstofu í Amman og var boðið að taka þátt í tískusýningu. Ég hef ekkert verið í módelbransanum áður þannig að þetta var mjög næs.“

Sluppu með skrekkinn

Á meðan Melkorka var úti fór hún með pabba sínum í ferðalag til Egyptalands. „Við fórum til Sharm el-Sheikh og vorum þar í viku,“ segir hún en segja má að feðginin hafi sloppið með skrekkinn úr ferðinni. Aðeins tveimur klukkustundum eftir að þau fóru í loftið sprakk þota frá sama flugfélagi á leið þaðan til St. Pétursborgar í Rússlandi með þeim afleiðingum að allir sem voru með henni fórust.

Melkorka segist ekki vera í miklu sambandi við Bryndísi, ömmu sína, þannig að hún hefur ekki rætt fyrirsætustarfið við hana en Melkorka hefur hug á að halda áfram á þeim vettvangi. „Ég vona að ég komist að hjá Eskimo Models og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir fyrirsætan unga og efnilega.

korka5 - Copy

DULMAGNAÐ ANDRÚMSLOFT: Andrúmsloftið var dulmagnað á tískusýningunni sem Melkorka tók þátt í í Jórdaníu.

Fylgist með tískunni í Séð og Heyrt!

 

Related Posts