Björgvin Halldórsson (64) fyllir fimm Hörpur af jólagestum:

Jólagestir Björgvins en  verða haldnir í níunda sinn þann 12. desember næstkomandi í Laugardalshöllinni. Að vanda prýðir úrval framúrskarandi tónlistarmanna gestalista Björgvins og löngu er uppselt á tónleikana kl 20 en nokkrir miðar til á aukatónleikana kl 16. Björgvin er eini tónlistarmaðurinn sem  er með jólatónleika í Höllinni en hún tekur 2 ½ sinnum fleiri áhorfendur en Eldborgarsalurinn í  Hörpu.

„Ég næ að fylla Höllina tvisvar en var alltaf með fjórar,“ segir Björgvin. „Það eru allir komnir upp á svið og engin eftir til að kaupa miða.“

Samtals rúma tvær Laugardalshallir jafnmarga áhorfendur og fimm Hörpur.

bo

SKIPULAGÐUR; Bo er með skipulagið á hreinu en það allt klárt fyrir jólagestina í ár.

Fylgist með fréttunum á Séð og Heyrt.is!

Related Posts