Birna Þórðardóttir (66) býður Pétri og Páli heim til sín:

Menningarfylgd Birnu um Reykjavíkurborg flakkar á milli goðsagna og veruleika. Heimili Birnu er eins og lítið safn þar sem hún lumar á ýmsu en þar á meðal er skírlífishringur sem svínvirkar að hennar sögn.

Enginn mínimalisti „Ég er talnafrík og stofnaði Menningarfylgd Birnu 02.02 2002 og býð upp á gönguferðir um borgina. Ég átti von á að flestir gestirnir yrðu útlendingar en sú hefur ekki verið raunin. Íslendingar virðast hafa gaman af því að ganga með mér og mér finnst skemmtilegt að segja litlar sögur á minn máta. Ég nota margt, líkt og goðafræðina, til að útskýra atburði dagsins í dag en það má læra

47. tbl. 2015, Birna Þórðardóttir, menningarfylgd, SH1512037036

MARXISTI: Karl Marx var helsta átrúnaðargoð Birnu um árabil og hann á sinn heiðurssess í stofunni hjá henni.

ýmislegt af goðafræðinni til að bregða ljósi á veruleikann.“

Birna var þekkt á árum áður fyrir líflega framgöngu í Keflavíkurgöngunum sem beindust gegn NATO og hernum á Miðnesheiði. Menningarfylgd hennar er hins vegar mest um Þingholtin?

„Ég hef hætt mér upp í Öskjuhlíð og farið í póstnúmer 105 þannig að ég er svolítið huguð. Uppáhaldssvæði mitt er frá Skólavörðuholti og niður að höfn þó að erfitt sé að ganga um hafnarsvæðið í dag,“ segir hún.

Heima er best

Birna á það til að bjóða gönguhópunum heim til sín en hún býr við Óðinsgötu.

„Yfirleitt eru þetta tveggja tíma ferðir og það getur orðið ansi kalt. Þá er gott að geta farið inn og stundum býð ég upp á þann möguleika að koma við heima hjá mér. Engin gönguferð er eins og ég er ekki alltaf að tyggja sömu tugguna ofan í fólk. Ég reyni að taka mið af hverjum hópi fyrir sig og finna út hvað hentar hverju sinni. Stundum er ég meira að segja alveg lýðræðisleg og spyr hvort fólk vilji kannski koma við heima hjá mér eða ekki. Ég get orðið rosalega demókratísk, en það gerist ekki oft. Ég veit aldrei hvernig gönguferð verður nema ef hóparnir eru stórir því þá er nauðsynlegt að ákveða sem mest fyrirfram.“

Er eitthvað heima hjá þér sem fólk hefur sýnt sérstakan áhuga?

„Nei, ég held að flestir gestirnir sjái að ég er ekki mínimalisti. Svo verður hver og einn að finna hvað þeim finnst áhugaverðast. Stundum er ég spurð um uppruna hlutanna og stundum segi ég frá listamönnum sem ég á verk eftir. Þetta spilast allt af fingrum fram.“
Þú hefur vakið athygli í gleðigöngunni fyrir að vera klædd sem drottnari með svipu. Spyr fólk þig ekkert út í það?

„Nei, það skiptir þá bara máli á því augnabliki sem það kann að gerast. Ég hef verið í alls konar búningum í gleðigöngunni eins og til dæmis rosalega flottum Armani-kjól og það hefur engin forvitnast um það.“

Trúir ekki á trúleysi

Allar gönguferðir hjá menningarfylgd Birnu eru sérpantaðar nema á Menningarnótt. „Ég er ekki á ákveðnum stað á ákveðinni stund. Það hentar mér ekki og ég kann ekki að vinna þannig.“

Þegar Birna er spurð hvort hún starfi eitthvað fleira segist hún vera „svona Honky Tonk Woman“ og

47. tbl. 2015, Birna Þórðardóttir, menningarfylgd, SH1512037036

SKEMMTILEGT HEIMILI: Birna er enginn mínimalisti og þátttakendur í menningarfylgdinni geta auðveldlega gleymt sér við að skoða alla litlu og stóru listmunina sem prýða heimili hennar í Þingholtunum.

 

hlær. „Ég hef tekið að mér að stjórna ráðstefnum og ritstýri blöðum. Seinast ritstýrði ég Rauða borðanum, blaði HIV Ísland. Ég var framkvæmdastjóri HIV Ísland og formaður þar áður þannig að ég hef komið víða við,“ segir Birna en hún er ekki HIV-jákvæð sjálf. Ástæðan er ef til vill sú að hún á skírlífishring sem svínvirkar en hann er eftir Jón Gunnar Árnason, listamanninn sem gerði Sólfarið á Sæbraut sem orðið er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur.

„Ef þú ert með þennan hring þá geturðu ekki gert neitt annað á meðan því einbeitingin verður að vera á því að halda hringnum réttum. Þetta er algjör skírlífishringur og það er ekki mögulegt að fitla við neinn á meðan maður er með hann,“ segir Birna.

Birna er með eina grundvallar reglu í samskiptum sínu við annað fólk.

„Ég hef rétt til lífsins og minna skoðana upp að því marki þar sem þinn réttur til lífsins og skoðana mætist og við verðum að virða hvort annað. Ég hef lent í ýmsu öðru án þess að ég fari að tíunda það hér. Ég trúi ekki á trúleysi. Ég trúi engu.“

 

47. tbl. 2015, Birna Þórðardóttir, menningarfylgd, SH1512037036

SKÍRLÍFISHRINGUR: Skírlífishringurinn svínvirkar að sögn Birnu en það var listamaðurinn Jón Gunnar Árnason sem smíðaði hann.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts