Fúsi

ALLUR AÐ HRESSAST: Fúsi á hækjunum.

Handboltahetjan Sigfús Sigurðsson (39):

Nýtt hné „Það var allt orðið ónýtt þarna og ég hafði ekki getað rétt úr hægri fætinum síðan 2006,“ segir Sigfús sem fór í aðgerð fyrir nokkrum vikum og fékk gervilið í hné. „Nú tekur endurhæfingin við og svo er ég klár í slaginn.“

Fyrir bragðið þarf Sigfús að ganga með hækjur og er í veikindaleyfi hjá Fiskikónginum á Sogavegi en þar hefur Sigfús starfað við góðan orðstír:

„Það er frábært að vinna hjá Kristjáni í Fiskikónginum. Góður andi, fjör og svo hittir maður svo margt skemmtilegt fólk.“

Related Posts