Edda Hermanns (28) og Magnús Þór Gylfason (41):

edda

SÆT SAMAN: Edda vakti fyrst þjóðarathygli fyrir vasklega framgöngu sem spyrill í Gettu betur. Eftir skilnað hitti hún á rétta svarið í Magnúsi Þór Gylfasyni og ástin blómstrar. Magnús Þór Gylfason er í toppstöðu hjá Landsvirkjun og hann og nýju kærustuna, hagfræðinginn og aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins, ætti aldrei að skorta umræðuefni.

Hamingja Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og dóttir hins ástsæla Hemma Gunn, og Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, hafa ruglað saman reitum sínum en þau skildu bæði við maka sína til fjölda ára í fyrra.

Edda var 22 ára þegar hún eignaðist dótturina Emilíu með unnusta sínum Halldóri Svavari Sigurðssyni árið 2008. Þau gengu í hjónaband árið 2009 en fóru hvort sína leið á síðasta ári. Um svipað leyti slitnaði upp úr hjónabandi Magnúsar Þórs og Lottódrottningarinnar Elvu Daggar Melsteð.

Elva Dögg er skipulagsritari Hörpu og fann ástina á ný í örmum tenórsins Garðars Thórs Cortes og eins og reynslan hefur löngu sannað þá opnast nýjar leiðir þegar aðrar lokast og Magnús Þór sat heldur ekki lengi eftir með sárt ennið þar sem ástin blossaði upp á milli hans og Eddu.

Nýtt Séð og Heyrt í hverri viku og á netinu allan sólarhringinn!

 

Related Posts