Sjónvarpsdrottningin fyrrverandi Ólöf Rún Skúladóttir (54) og William James Tulloch (76):

Lítið hefur farið fyrir sjónvarpsfréttakonunni Ólöfu Rún í opinberu lífi undanfarin ár. Hún er engu að síður sprellfjörug og skellti sér á Edduna á Hilton og frumsýningu óperunnar Don Giovanni í Hörpu.

Ástin spyr ekki um aldur Ólöf Rún var einn vinsælasti fréttamaður landsins um árabil og aufúsugestur, kvöld eftir kvöld, í sjónvarpsstofum landsmanna. Hún var einn aðalfréttamaðurinn á RÚV lengi vel en fór síðan yfir á Stöð 2. Eftir að hafa hætt þar átti hún stutta endurkomu á N4 sjónvarpsstöðinni á Akureyri en lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu.

ólöf rún

BROSA VIÐ LÍFINU: Ólöf Rún og William James eru fallegt par.

Ólöf Rún er engu að síður dugleg að nýta sér þau tækifæri sem lífið býður upp á, hún skrifaði bókina Tækifærin ásamt Hjördísi Hugrúnu, dóttur sinni, en hún fjallar um 50 konur sem allar hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði.

Ólöf Rún var á margan hátt táknmynd hinnar íslensku húsmóður, frískleg með roða í kinnum, og á fimm börn með Sigurði Þór Ásgeirssyni en þau skildu fyrir nokkrum árum.

Ólöf Rún vill lifa lífinu lifandi og hitti Kanadamanninn William James Tulloch sem er fyrrverandi flugstjóri samkvæmt heimildum Séð og Heyrt. William James er fæddur árið 1939 en ástin spyr ekki um aldur og þau eru mjög samrýnd þrátt fyrir að 22 ár séu á milli þeirra. Ólöf Rún og William James eiga glæsilega íbúð með frábæru útsýni í Kórahverfinu í Kópavogi.

Ólöf Rún hefur alltaf verið mikil hestakona og þegar hjónin eru á Íslandi njóta þau friðsældar fyrir austan fjall þar sem þau halda hesta í námunda við Hekluhlíðar. Turtildúfurnar skelltu sér í rómans til Egyptalands í nóvember síðastliðnum og nutu sólarinnar á úlföldum í eyðimerkursandinum með píramída í bakgrunninum.

*** Local Caption *** sogh atli sogh atli sogh atli sogh atli *** Local Caption *** sogh atli sogh atli sogh atli sogh atli

ÁBERANDI: Ólöf Rún var áberandi í samkvæmislífinu á sínum tíma og hér er hún í áberandi bleikum kjól með þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Felix Bergssyni.

Lesið Séð og Heyrt!

Related Posts