Á Borgarholtsbrautinni í Kópavogi er dýraverslunin Furðufuglar og fylgifiskar sem Ingólfur Tjörvi Einarsson rekur en þar má finna mörg óvenjuleg dýr auk þess sem hann er með mikið úrval af páfagaukum.

„Dýraáhuginn byrjaði þegar ég var pínulítill, um leið og ég fór að skríða. Ég bjó í Skotlandi og sankaði að mér alls konar skordýrum og eðlum, bara öllu sem ég fann,“ segir Ingólfur Tjörvi Einarsson, betur þekktur sem Fugla-Tjörvi, en hann hefur rekið verslunina í 12 ár.fugl2

„Það er allt til sölu hérna. Ég hef fengið leyfi fyrir öllum dýrunum hérna svo þetta er allt löglegt. Skordýr, eins og kóngulær, er samt ólöglegt að vera með og selja.“ Í búðinni selur Tjörvi dýr eins og þúsundfætlur, froska, bjöllur og fiska auk þess sem hann er með marga páfagauka. „Ég hef átt bæði hunda og ketti og hef gaman af þeim en þessi dýr finnst mér skemmtilegri,“ segir Tjörvi og heldur áfram. „Mér þykja páfagaukarnir mínir skemmtilegastir, þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Þrátt fyrir ástina á páfagaukum er samband Tjörva við þá ekki alltaf auðvelt. „Það verður enginn óbarinn biskup og eins verður enginn óbarinn fuglaeigandi. Ég segi oft að það séu bara til tvær gerðir af fuglaeigendum, þeir sem hafa verið bitnir og þeir sem eiga eftir að verða bitnir. Ég hef oft verið bitinn og hef þurft að vera saumaður en maður er fljótur að fyrirgefa þeim.“

 

fugl1

Þessir flottu fuglar hafa allt að tveggja tonna bitkraft og hefur Tjörvi fengið að kynnast því.

margfætlur

Það er ekki á mörgum stöðum sem maður getur fengið sér svona þúsundfætlur.

bjalla

Í búðinni er einnig hægt að fá sér skítabjöllur og eyðimerkurbjöllur

froskur

Tjörvi er með nokkrar tegundir af froskum í búðinni.

Related Posts