Sandra Bullock (51) er ekki lengur ein:

Hollywoodstjarnan Sandra Bullock sást hönd i hönd með nýjum kærasta. Hinn heppni er ljósmyndarinn Bryan Randall og fylgdi hann henni á frumsýningu nýjustu myndar hennar Our brand is crisis. Skötuhjúin létu lítið fyrir sér fara og reyndu eftir bestu getu að forðast ljósmyndara. Samkvæmt heimildum hófu þau að draga sig saman í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem Sandra sést opinberlega með kærasta frá því að hún skildi við fyrrum eiginmann sinn Jesse James árið 2010.

Related Posts