SH1504084768-4

Í DUFTFORMI: Að sögn strákanna búast margir við því að bíta í brakandi haus þegar smakkað er á stykkinu. En svo er ekki því pöddurnar eru í duftformi.

Stefán Atli Thoroddsen (28) og Búi Bjarmar Aðalsteinsson (26):

Stefán Atli og Búi Bjarmar hafa stofnað fyrirtæki sem einbeitir sér að þróun, markaðssetningu og sölu á matvælum sem innihalda skordýr.

Slímugur en bragðgóður „Við erum búnir að vera þróa í tæpt ár fyrstu vöruna sem er prótínstykki sem gengur undir nafninu Jungle-bar,“ segir Stefán Atli en hann og Búi Bjarmar hafa sett af stað hópfjármögnun til að fjármagna framleiðslu á prótínstykkinu á síðunni Kickstarter.

Byrjunin á ævintýrinu má rekja til þess að Búi Bjarmar var að rannsaka leiðir til að framleiða mat á sjálfbærari hátt. Þar skoðaði hann hversu mikið þarf af auðlindum til að búa til matvæli. Búi komst að því að skordýr þurfa lítið og er því umhverfisvænt að nota skordýr í mat.

Pöddustykki

„Það er ekki mikið um skordýraát í vestrænum heimi. Okkar markmið er að vera fyrsta evrópska fyrirtækið með orkustykki sem inniheldur skordýraprótín. Við þróuðum vörumerki og uppskriftina. Það er allt tilbúið nema okkur vantar peninga til að byrja framleiða,“ segir Stefán.

Það eru 2.500 einstaklingar búnir að smakka pöddustykkið og viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Þetta bragðast lygilega vel. Við erum búnir að gera nokkrar prótótýpur með íslenskum kokki, Hinriki Carl Ellertssyni. Viðbrögðin eru alltaf eins hjá fólki, það er forvitið og skeptískt. Sem er eðlilegt þar sem pödduát er ekki í okkar matarmenningu – enn þá. Fólk vill vita allt áður en það smakkar, til dæmis hvernig við búum þetta til og hver séu innihaldsefnin. Fólk heldur oft að það sé að fara bíta í brakandi haus en það er alls ekki þannig, pöddurnar eru í duftformi. Það kom síðan í ljós að 99 % fólks lýstu stykkjunum sem einstaklega bragðgóðum.“

Tvær flugur í einu höggi

Stefán segir að þeir félagar séu ekki þessar týpísku líkamsræktarhetjur sem borði prótín sí og æ heldur hafi þeir meiri áhuga á framleiðsluferlinu. „Við höfum báðir áhuga á því að borða umhverfisvænni matvæli. Síðan höfum við gaman af því að borða exótískan mat og þarna erum við að slá tvær flugur í einu höggi.

Fyrir utan prótínstykkjaframleiðslu er Stefán með hugmynd að sjónvarpsþætti sem hann vinnur að með fram. „Sprotageirinn er brothættur heimur og það heppnast ekki allt þannig að ég ákvað að hafa „back up-“ plan ef hugmyndin myndi fara í strand. Í frumkvöðlaheiminum eru litríkir karakterar sem segja margt fyndið. Einn daginn datt mér í hug að byrja skrifa niður allt fyndið sem gerðist í kringum mig í vinnunni. Þetta byrjaði allt sem grín en ég sá fljótt að þetta var gott efni í grínþátt. Nafnið á þættinum er Grínkvöðlar og er sitcom-þáttur um íslenska frumkvöðla.“

Aðspurður hvort fólk sé ekki farið að passa hvað það segir í kringum hann segir hann svo ekki vera. „Þau gerðu það fyrstu dagana en gleymdu því síðan mjög fljótt. Það eru margir skrýtnir og skemmtilegir í þessum bransa. Þú ert að tala við mann sem er að búa til prótínstykki úr skordýrum, ég held að það segi allt sem segja þarf,“ segir Stefán og hlær.

Pöddunammi

GIRNILEG: Stykkin líta girnilega út.

SH1504084768-1

GÓMSÆTT: Alls hafa 2.500 einstaklingar smakkað prótínstykkið og kom bragð og gæði skemmtilega á óvart.

SH1504084768-2

BYRJAR VEL: Söfnunin á Kickstarter hefur farið vel af stað.

MYNDIR: RUT SIGURÐARDÓTTIR

Related Posts