Rómantík

FÆRÐI STARFSEMINA: Vændi er leyft í Sviss en í borginni Zürich vildi borgarstjórnin aðeins færa starfsemina til því þeim fannst hún ekki vera framkvæmd á heppilegum stað.

Af rómantík og kynlífi:

Hitler keypti kynlífsdúkkur fyrir hermenn sína. Borghildar-verkefnið gekk út á að koma í veg fyrir að þýskir hermenn næðu sér í kynsjúkdóma og þá aðallega sárasótt. Vísindamenn Hitlers eyddu miklum tíma í að búa til dúkkurnar en þegar allt kom til alls neituðu hermennirnir að ganga með dúkkuna í bakpokanum sínum. Það var þó aðallega vegna þess að þeir hræddust skömmina ef bandamenn næðu þeim. Það eru heldur engar leifar eftir af verkefninu þar sem verksmiðjan var sprengd í loft upp þegar Dresden var allt að því jöfnuð við jörðu.
Vændi er leyft í Sviss en í borginni Zürich vildi borgarstjórnin aðeins færa starfsemina til því þeim fannst hún ekki vera framkvæmd á heppilegum stað. Það varð til þess að bílaskýlis-kynlífsstaðir urðu til. Fólk keyrir í þar til gerð skýli þar sem vændiskonurnar bíða en á staðnum er takki sem þær geta ýtt á til að kalla á öryggisverði ef eitthvað fer ekki eins og það á að fara. Þessi tilraun hefur verið gerð bæði til þess að taka konurnar af götunum og til að halda þeim öruggum.

Það er stranglega bannað að selja og kaupa kynlífsleikföng á Indlandi. Sá sem selur getur fengið allt að tveggja ára fangelsi fyrir fyrsta brot eða upp í fimm ár ef viðkomandi brýtur af sér aftur. Þeir sem kaupa kynlífsleikföng geta verið dæmdir til að borga sekt.

Samkvæmt Durex stunda Grikkir mest kynlíf, eða 138 sinnum á ári að meðaltali. Japanir eru aftastir í röðinni og stunda kynlíf aðeins 45 sinnum á ári að meðaltali.

man_housework

ÁHUGAVERT: Karlmenn sem sinna heimilisverkum stunda meira kynlíf

Á hverjum degi eru allavega 200 milljónir manna sem sofa saman, þannig að á nákvæmlega þessari stundu eru sennilega 65.000 manns að stunda kynlíf.

Háskólinn í Kaliforníu fann út að þeir karlmenn sem hjálpa til við heimilisverkin stunda að meðaltali 50% meira kynlíf en þeir sem gera það ekki.

Tatyana Kozhevnikova er sögð þú kona sem getur lyft þyngstum lóðum með kynfærum sínum, eða um 14 kg.

Prótín í sæði karlmanna hefur þann skemmtilega eiginlega að virka eins og hrukkukrem þegar því er nuddað á andlitið.

Það eykur ekki öryggið að nota tvo smokka. Það minnkar frekar því það eru meiri líkur á að þeir rifni vegna núnings.

Vændi er leyft í flestum löndum. Þar á meðal er Íran þar sem þú getur fengið þér tímabundna konu í nokkra klukkutíma. Það hins vegar varðar við dauðarefsingu að auglýsa það, ýta konum út í vændi eða reka vændishús.

Kvenstripparar þéna fleiri peninga á meðan á egglosi stendur, það er sennilega vegna þeirra hormóna sem þær gefa frá sér.

Í Forn-Kína trúði fólk því að ef það drykki kvikasilfur eða blý eftir samfarir þá yrðu konur ekki óléttar. Það hins vegar var miklu líklegra að konan dæi eða yrði ófrjó.

Það er jafnlíffræðilegt að vera svangur og reiður og að vilja verða ástfanginn.

o-UNHAPPY-ON-A-BEACH-facebook

ÓHUGSANDI ÁST: Ást dregur úr framleiðslu á serótóníni, sem gerir það að verkum að þú færð maka þinn bókstaflega á heilann.

Það tekur fólk minna en fjórar mínútur að finna út hvort það beri einhverjar tilfinningar til annarrar manneskju eða ekki. Sú ákvörðun er að mestu leyti byggð á líkamstjáningu.

Ást dregur úr framleiðslu á serótóníni, sem gerir það að verkum að þú færð maka þinn bókstaflega á heilann.

Fólk verður að meðaltali ástfangið sjö sinnum áður en það giftir sig.

Karlmenn eru iðulega fljótari að segjast elska maka sinn en konur, sambandsslit hafa líka yfirleitt meiri áhrif á þá en konurnar.

Related Posts