kría

SNÖGG: Krían flýgur á 45-60 kílómetra hraða á klukkustund.

Krían elskar Snæfellsnesið á sumrin:

Krían er magnaður fugl, sannur vorboði á Íslandi og fyrsta krían sem ratar til landsins kemst í hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.

Þegar krían kemur til Íslands hefur hún flogið allt frá suðurpólnum, þar sem hún hefur vetursetu, en á sumrin er stefnan tekin á norðurpólinn og því endar hluti stofnsins hér.

Ekki er vitað um annan farfugl sem flýgur jafnlangt og krían en meðalflughraði hennar er 45-60 kílómetrar á klukkustund. Þar sem hún getur orðið 30 ára hafa vísindamenn reiknað út að flug hennar um æviskeið allt samsvari flugi til tunglsins og aftur til baka.

Krían hefur rauða fætur og rautt nef á sumrin en svart á veturna og eimir stundum eftir af svörtum nefbroddi snemma sumars. Krían er um 38 sentímetrar á lengd, verpir 1-3 eggjum og er 16 daga að unga þeim út. Ungarnir eru fleygir á 3-4 vikum og krían ver þá af krafti á meðan þeir eru að komst á legg og, eins og allir vita sem lent hafa í kríuvarpi, þá líkist hún helst árásarflugvél eins og við þekkjum þær í kvikmyndum. En menn geta lítt varist kríunni við þær aðstæður – því hún er friðuð.

 

 

kría

FALLEG: Vorboðinn ljúfi.

 

kría

HARÐSNÚIN: Það snýr enginn á kríuna í varplandi hennar.

 

MYNDIR BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts