Óttar Felix (65) og Guðný Þöll (60) í kvikmyndaborginni:

Athafnamaðurinn og eðal-popparinn Óttar Felix Hauksson hefur elskað sömu konuna í næstum 40 ár.

Sú heppna, Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir, varð sextug á dögunum og af því tilefni bauð Óttar henni til Los Angeles.

Hjónin hafa notið lífsins í borginni undanfarna daga og hófu afmælisdaginn með því að fá sér mogunkaffi á Swingers í strandbænum Santa Monica. Um kvöldið nutu þau afmæliskvöldverðar á japanska veitingahúsinu Katsuya við Hollywood Boulevard og síðan fóru turtildúfurnar á söngleikinn „Beauty And The Beast“ í Pantages-leikhúsinu.

„Þetta var stórkostleg sýning í fallegasta leikhúsi sem ég hef komið í um ævina,“ segir Óttar Felix.

óttar felix frúin

„Í dag á ástin mín, stórafmæli, 60 ára. Þessari mynd smellti ég af henni rétt áðan í morgunkaffinu á „Swingers“ í Santa Monica. Í nær 40 ár hefur hún verið mín stoð og stytta og ég elska hana,“ skrifaði Óttar Felix á FB-síðuna sína af afmælisdaginn.

Allt um ástina í Séð og Heyrt!

Related Posts