Söngfuglinn Frank Sinatra hefði orðið 100 ára á þessu ári ef hann væri enn á lífi, og í tilefni af stórafmæli goðsagnarinnar hefur sjónvarpsstöðin og framleiðslufyrirtækið HBO ákveðið að gefa út heimildarmyndina Sinatra: All or Nothing At All.

Myndin er sögð fara ítarlega í gegnum manninn á bakvið sjarmann en sömuleiðis einblínir hún sterkt á seinustu tónleikana sem hann hélt á ferlinum, sem var í Los Angeles árið 1971.

 

Sinatra-unnendur eru enn ófáir en ljóst er að þeir mega ekki láta þetta stykki framhjá sér fara.

Related Posts