Ragnheiður M. Kristjónsdóttir, markaðsfulltrúi Heklu (44), í skýjunum með viðtökurnar á frumsýningu hjá HEKLU:

Bílaumboðið HEKLA frumsýndi um helgina stórglæsilegan Audi Q7 e-tron quattro sem er fyrsti fjórhjóladrifni dísiltengiltvinnbíll heims og sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Það er óhætt að segja að bílsins hafi verið beðið með mikilli eftirvæntningu.

EFTIRVÆNTING ,,Viðtökurnar voru sérlegar góðar um helgina og ljóst að bílsins hefur verið beðið með eftirvæntingu. Byrjað var að taka við pöntunum í mars og á þriðja tug bíla voru pantaðir fyrir fram, óséðir áður en fyrstu eintökin komu til landsins. Það sem vegur þungt í þessum áhuga á bílum eru tækninýjungarnar, vistvænir kostir og hversu góða dóma hann hefur fengið erlendis og hjá íslenskum bílablaðamönnum.” Ragnheiður er mjög ánægð með hve vel frumsýningardagurinn heppnaðist.

,,Það var stöðugur straumur gesta í Audi-salnum og voru biðraðir eftir að komast í reynsluakstur. Sölumennirnir fengu mjög mikið af fyrirspurnum og fundu fyrir gríðarlegum áhuga á bílnum. Áhugi fólks á vistvænni vöru hefur aukist mikið að undanförnu og þar kemur Q7 e-tron sterkur inn. Eldsneytisnotkun hans er undir tveimur lítrum af dísil á hverja hundrað kílómetra og svo eru tengiltvinnbílar umhverfisvænir og bera því hagstæða tolla,” segir Ragnheiðar og er afar stolt af þessu nýja eintaki í húsi.

ÿØÿá¹ÖExif

STOLT: Ragnheiður M. Kristjónsdóttir var himinlifandi og stolt af sínum á frumsýningardeginum.

Hekla

EÐALEINTAK: Forstjóri HEKLU, Friðbert Friðbertson, með nýjasta eintakið frá Audi, sigurvegara dagsins.

Hekla

Í SKÝJUNUM: Þeir Hendrik Berndsen, stjórnarformaður og einn eigenda HERTZ á Íslandi, og forstjóri HEKLU, Friðbert Friðbertsson, voru svo sannarlega í skýjunum með viðbrögð kúnnana á nýja Audi Q7 eintakinu.

Hekla

HRESSAR: María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptatengsla hjá HEKLU, og Ragnheiður M. Kristjónsdóttir voru hinar hressustu í tilefni dagsins.

Séð og Heyrt elskar fallega bíla.

 

Related Posts