Það var mikið um dýrðir þegar Framsóknarflokkurinn hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í Þjóðleikhúsinu.

img_9799

GLÆSILEG HJÓN: Hjónin Elsa Ingjaldsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins, tóku á móti gestum með bros á vör.

img_9923

ÞRUSU ÞRENNA: Framsóknarfólkið Jóhanna María, Vigdís Hauksdóttir og Willum Þór mættu í sínu fínasta pússi.

img_9807

TVEIR GÓÐIR: Ísleifur Gylfi Pálmason og Sigurður Ingi eru miklir mátar og hikuðu ekki við að stilla upp saman fyrir mynd.

img_9812

GÓÐIR: Ingvar Gíslason, fyrrverandi ráðherra, og Gísli Tryggvason mættu prúðbúnir.

img_9838

FLOTTUR HÓPUR: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og eiginkona hans, Margrét Hauksdóttir stilltu sér upp með Guðmundi Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, og eiginkonu hans, Vigdísi Gunnarsdóttur.

img_9933

ALLIR HRESSIR: Framsóknarmenn voru glaðir á hundrað ára afmælinu og þá sérstaklega Sigurður og Eygló Harðardóttir ráðherra.

img_9938

FLOTT FRAMSÓKNARFÓLK: Sigurður Ingi, forsætisráðherra Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra voru í fantaformi.

img_9930

GAMAN: Þórunn Egilsdóttir þingkona og Jónína Bjartmar voru í góðu skapi.

img_9913

RÁÐHERRAR: Það voru flestir sem vildu fá mynd af sér með Sigurði Inga forsætisráðherra en hér er hann ásamt Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra.

img_9901

ALVÖRUMENN: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, eru þungavigtarmenn.

img_9881

SYNGJANDI FRAMSÓKNARMENN: Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra, og Haukur Ingibergsson eru ekki bara Framsóknarmenn fram í fingurgóma heldur einnig afbragðs tónlistarmenn.

img_9871

GAMAN AÐ SJÁ ÞIG: Sigurður Ingi tekur vel á móti Valgerði Sverrisdóttur, fyrrum iðnaðarráðherra.

img_9952

FÓSTBRÆÐUR OG FRAMSÓKN: Karlakórinn Fóstbræður héldu stuðinu uppi á hundrað ára afmæli Framsóknarflokksins.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts