Öll erum við með snert af einhverri þráhyggju og stundum virðist sem hún, í öllum sínum fjölbreytileika, einkenni samfélagsumræðuna og jafnvel stjórnarhætti í landinu. Menn þráast við að breyta því sem augljóslega þarf að breyta og hjakka í sama hjólfarinu sama á hverju gengur.

Í bókinni Fram hjá eftir Jill Alexander Essbaum, sem út kom í íslenskri þýðingu, er fjallað um unga húsmóðir í Sviss sem byrjar að halda fram hjá ótt og títt í stað þess að detta í áfengi og pillur heima þar sem henni leiðist.

Þetta þróast í raðframhjáhald og húsmóðirin leitar hjálpar hjá geðlækni sem útskýrir fyrir henni hvað þráhyggja er og í framhaldinu – áráttan sem framhjáhaldið er orðið.

Og geðlæknirinn segir:

Þráhyggja eru þær varnir sem manneskjan kemur sér upp þegar hún veit ekki hvert skal stefna. Þá fer hún að endurtaka ýmsar athafnir til að einfalda líf sitt.

En árátta?

Það er þegar þessar varnir hverfa og öll vitleysan rennur út í eitt.

Einkenni þessarar sálsýki er víða að sjá í íslensku samfélagi. Stundum er hún meinlaus, eins og þegar menn fara alltaf í sama skápinn í sundi og sömu sturtuna. Keyra alltaf sömu leið í vinnuna. Fara alltaf í sömu búðina. Eða vilja ekki nema eina sort af sokkum.

Við sjáum þráhyggju stjórnmálamanna sem sitja áfram sama á hverju gengur og pólitískt líf þeirra verður hreinlega árátta. Við sjáum menn reyna að framleiða vöru sem lítil eftirspurn er eftir bara vegna þess að eigendur telja hana eiga erindi við almenning. Og áfram mætti telja.

En strax og fólk áttar sig á því að þráhyggja er ekki annað en varnir þess sem veit ekki hvert á að stefna,

eir’kur j—nsson

svo ekki sé minnst á áráttuna sem fylgir þegar varnirnar hrynja, verður allt einfaldara og skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

Eiríkur Jónsson

Related Posts