Frænkurnar Gyða Dan (42) og Anna Lilja Johansen (34:

Þokkagyðjurnar Anna Lilja Johansen og Gyða Dan ætla að vera með markað á persónulegu nótunum í Fálkahúsinu á Suðurlandsbraut, þriðjudaginn 1. desember, þar sem þær selja herraföt, væntanlega af eiginmönnunum, dömuföt, af sjálfum sér, og svo barnaföt sem eru orðin of lítil á börnin heima. Svo ætla þær líka að selja húsgögn af ýmsum stærðum og gerðum.

„Allt á að seljast og það á fáránlega góðu verði nema það sem er ókeypis,“ segja frænkurnar glaðbeittar en þær eru bræðrabörn.

 

Related Posts