SYSTIR DRAKÚLA

LAUGARNES: Bára í fjöruborðinu.

Bára Bjútí (22) breytist á hrekkjavökunni:

Skuggaleg Þetta gerðist fyrst fyrir nokkrum árum en hefur síðan gerst árlega á hrekkjavökunni. Bára, sem venjulega vinnur í tískubúð á Laugavegi, umbreytist á miðnætti á hrekkjavökunni og verður þá svo skuggaleg að vegfarendum stendur stuggur af. En fegurð sinni heldur hún.

Ljósmyndari Séð og Heyrt rakst á hana í kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem hún vafraði á milli legsteina líkt og í leiðslu og umlaði: „Ég er frænka Drakúla.“

Við svo búið hélt hún út í Laugarnes þar sem hún hélt uppteknum hætti en nú á milli listaverka Hrafns Gunnlaugssonar í fjöruborðinu þar sem hann býr.

Daginn eftir var Bára Bjútí mætt til vinnu sinnar í tískuvöruversluninni á Laugavegi, eins og ekkert hefði ískorist.

Related Posts