Sveinn Hjörtur Guðfinnsson (45) er táknmynd íslenska víkingsins:

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er í Nautsmerkinu og fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er einstæður þriggja barna faðir, mótorhjólakappi og framsóknarmaður, situr í hverfaráði Breiðholts, mannréttindaráðsnefnd og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og er nýlega orðinn frægur í Ameríku og jafnvel víðar án þess að hafa hugmynd um það.

ÍSLENSKI VÍKINGURINN: Sveinn Hjörtur er sem klipptur út úr lýsingu Íslendingasagna þegar hann er kominn í fullan skrúða.

ÍSLENSKI VÍKINGURINN: Sveinn Hjörtur er sem klipptur út úr lýsingu Íslendingasagna þegar hann er kominn í fullan skrúða.

Frægðin bankar „Ég vissi ekkert af þessari frægð fyrr en Randy Hanna hafði samband við mig og bað mig að sitja fyrir með ákveðið þema um mig sjálfan, ásamt átta öðrum ljósmyndurum,“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson en þekktur ljósmyndari frá Ameríku var hér á dögunum að mynda hann fyrir verkefni á Íslandi.

Ljósmyndarinn Randy Hanna hefur komið margoft til Íslands til að mynda landslag, auk þess sem hann kennir ljósmyndun. Í Íslandsförinni núna var hann með hóp af ljósmyndurum, sem voru í verklegu námi hjá Hanna. Eitt af verkefnum þeirra var að mynda Svein Hjört og nýta skugga og landslag til að ná fram einstöku andliti Sveins Hjartar.

 

Lestu allt viðtalið og sjáðu myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts