Hjá þessum einstaklingum á 2 fyrir 1 svo sannarlega við. Sambandið á milli systkina er sérstakt og þá sérstaklega á milli þeirra sem deildu móðurkviði. Þrátt fyrir að vera nánast alveg eins þegar kemur að útlitinu velja tvíburar sér ekki alltaf sama vettvanginn, oft, en ekki alltaf. Hér má sjá nokkra af frægustu tvíburunum.

 

FRÆGASTIR: Kaczyński-bræðurnir eru einhverjir frægustu tvíburabræður heims.

FRÆGASTIR: Kaczyński-bræðurnir eru einhverjir frægustu tvíburabræður heims.

Lech (f. 1949, d. 2010) og Jaroslaw Kaczyński (66):

Pólsku tvíburabræðurnir Lech og Jaroslaw Kaczyński eru eflaust frægustu tvíburar heims. Jaroslaw er lögfræðingur að mennt og formaður PiS (Pólska íhaldsflokksins) sem hann stofnaði árið 2001. Jaroslaw bauð sig fram til forseta Póllands árið 2010 en laut í lægra haldi fyrir Bronislaw Komorowski. Lech Kaczyński var forseti Póllands frá árinu 2005 þar til hann lést í flugslysi árið 2010. Margir af æðstu stjórnarmönnum Póllands fórust í slysinu og mörgum kom það spánskt fyrir sjónir hversu lítið var vitað um flugslysið og að bróðir forsetans, Jaroslaw, skyldi tilkynna um framboð sitt til forseta strax í kjölfarið. Uppi hafa verið sögusagnir um að flugslysið hafi í raun verið vel heppnuð morðtilraun.

Sjáðu alla umfjöllunina í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts