Hjá þessum einstaklingum á 2 fyrir 1 svo sannarlega við. Sambandið á milli systkina er sérstakt og þá sérstaklega á milli þeirra sem deildu móðurkviði. Þrátt fyrir að vera nánast alveg eins þegar kemur að útlitinu velja tvíburar sér ekki alltaf sama vettvanginn, oft, en ekki alltaf. Hér má sjá nokkra af frægustu tvíburunum.

 

Guðrún Tinna Ólafsdóttir (40) og Svanhildur Dalla Ólafsdóttir (40):

Tinna og Dalla, eins og þær eru jafnan kallaðar, eru tvíburadætur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Guðrún Tinna er viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla er stjórnmálafræðingur og lögfræðingur. Eins og gefur að skilja eru tvíburar ekki algengir og hvað þá að forseti heillar þjóðar eignist tvíbura. Það er þó ekki einsdæmi því ekki þarf að leita lengra en til George W. Bush, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en hann á einnig tvíburadætur, Jennu og Barböru Bush, en þær eru fæddar árið 1981.

FLOTTAR: Forsetadæturnar eru flottar konur og þær einu í heiminum sem eru tvíburadætur sitjandi forseta.

FLOTTAR: Forsetadæturnar eru flottar konur og þær einu í heiminum sem eru tvíburadætur sitjandi forseta.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts