Þrátt fyrir stjarnfræðilega auðævi þá eru stjörnurnar oft duglegar að spara.

Ashton-Kutcher

Ashton Kutcher er þekktur fyrir gott fjárfestingarvit. Hann er duglegur að fjárfesta í frumkvöðlum og fylgir innsæi sínu sem er yfirleitt rétt.

keanu

Keanu Reeves er þekktur fyrir að gefa mikið til góðgerðarmála. Hann býr í einfaldri íbúð og tekur lestina í vinnuna. Hann lifir einungis á gömlum myndum sem hann lék í og peningarnir sem koma frá nýju myndunum gefur hann tökuliðinu svo að þau geti borgað sínar skuldir.

Sarah

Það voru ekki mikil auðævi á æskuheimili Söruh Jessica Parker. Hún vill skapa sömu aðstæður fyrir son sinn og kenna honum að meta peninga. Sonurinn notar einungis föt frá eldri frænda sínum og Sarah vill að hann líti svo á að hann eigi að leggja hart að sér og ekki stóla á auðævi foreldranna.

sarahmichellegellar

Sarah Michelle Gellar kýs frekar að eyða peningunum sínum í góðgerðarstarfsemi heldur en dýr og flott föt. Hún er einnig mikill aðdáandi afsláttarmiða.

Seth_Green_Comic-Con_2011

Leikarinn, framleiðandinn og leikstjórinn Seth Green er með gott peningavit. Hann eyðir litlu og sparar mikið. Seth hefur gert mikið grín af þáttum eins og Cribs sem sýna hvernig fræga fólkið býr og hvað þá á marga bíla.

tyrabanks

Fyrirsætan Tyra Banks er þekkt fyrir fegurð sína en margir vita ekki að hún er fluggáfuð. Hún með gráðu frá Harvard og er framkvæmdastjóri fjölda fyrirtækja sem hún hefur komið á fót.

BUFFETT CREDIT

Warren Buffet er frægur fyrir mikil auðævi. Aftur á móti býr hann í einfaldri fimm herbergja íbúð sem hann kepti á fjórar milljónir fyrir 40 árum síðan. Hann kaupir aldrei nýja bíla heldur alltaf notaða.

will-smith-image2

Will Smith lét eitt sinn hafa eftir sér. „Allt of margir eyða peningum sem þeir eiga ekki til að kaupa hluti sem þeir vilja ekki til að ganga í augun á fólki sem þeir þola ekki.“ Smith hefur þó ekki alltaf verið varkár með peningana því leikarinn varð næstum gjaldþrota árið 1990 eftir að skatturinn kom upp um hann.

zooey-deschanel

Leikkonan skemmtilega Zooey Deschanel sparar 76% af tekjum sínum og skuldar núll krónur. Hún á nokkrar milljónir dollara inná bankabók og einnig hefur hún verið dugleg að fjárfesta.

Related Posts