Heyrst hefur að Akureyri sé einn vinsælasti staður stjarnanna til að slappa af um páskana en það þurfti ekki að leita lengra en á KEA hótelið til að rekast á eitt heitasta tónlistarpar landsins, söngkonuna Sölku Sól og rapparann Arnar Frey, en saman sátu þau og sötruðu bjór á barnum.

Það var þó enginn annar en Hermann Hreiðarsson, fyrrum fótboltakappinn og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, sem stal senunni eins og honum einum er lagið. Hermann mætti eldhress á KEA hótelið klæddur svörtum og gylltum jakka og var hrókur alls fagnaðar.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrum alþingismaður, er einnig staddur á Akureyri en hann skellti einum ísköldum bjór í sig í gær á hótelbar Icelandair hótelsins.

 

FLOTTUR JAKKI: Hermann Hreiðarsson er þekktur fyrir villtan fatastíl sinn og þessi jakki fellur svo sannarlega þar undir.

FLOTTUR JAKKI: Hermann Hreiðarsson er þekktur fyrir villtan fatastíl sinn og þessi jakki er so sannarlega einn af þeim villtari.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts