Listræn Sumir eru fjölhæfari en aðrir og svo virðist sem allt leiki í höndunum á þeim. Nokkrir heimsfrægir leikarar láta leiklistina eina ekki duga heldur bregða pensli á striga og hafa gert í nokkur ár. Í þeim hópi er meðal annars hasarhetjan Sylvester Stallone sem er nú þekktari fyrir flest annað en að vera vopnaður penslum. Hann er iðulega þungvopnaðri í þeim myndum sem hann leikur í.

skoðar heiminn

SYLVESTER STALLONE: Málverk hans eru litrík og mikið er um að vera í hverri mynd. Málverkin hans vísa í hasarinn sem einkennir kvikmyndirnar sem að hann leikur í. Stallone hefur sagt að listmálunin sé hans leið til að ná slökun og hvíld og því stressaðri og þreyttari sem hann er því betri verði myndirnar.

skoðar heiminn

PIERCE BROSNAN: Hann er grjótharður þegar hann leikur 007, sjálfan James Bond, en hann strýkur strigann mjúklega. Sjálfur segir hann að Picasso og Kandisky séu fyrirmyndir hans. Pierce lauk námi úr listaskóla áður en að hann sneri sér að leiklistinni. Hann grípur oft í pensilinn og segir að það sé besta afslöppun sem hann komist í. Ágóði af málverkasölu sinni lætur hann renna til góðgerðamála.

skoðar heiminn

ROSIE O DONNELL: Hún er uppistandari, rithöfundur, sjónvarpskona, talsmaður samkynhneigðra og listmálari svo fátt eitt sé nefnt. Rosie hóf listmálun eftir árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001 að sögn til að finna sér farveg fyrir tjáningu á tilfinningum. Hún er vinsæl og selur vel, andvirðið fer allt til góðgerðamála.

skoðar heiminn

JANE SEYMOUR: Hún er jafnrómantísk sem listmálari og leikkona. Jane hefur komið víða við í sjónvarpi og kvikmyndum. Þessi fyrrum James Bond-gella hefur á síðustu árum getið sér gott orð sem galdralæknirinn Dr. Quinn í samnefndum þáttum. Hún er sjálflærður málari og málar rómantískar myndir í anda Monet.

 

 

Related Posts