Logi Bergmann (49) er afi:

Það er gott að eiga góðan afa. Þeir geta verið skemmtilegir og skrýtnir kallar sem þykjast allt vita. Afar geta verið á öllum aldri, sumir eru skáafar og aðrir eru margfaldir afar. Einn þeirra sem getur titlað sig sem afa er fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson.

Afi  ”Það er fínt að vera afi, dótturdóttir mín er nú ekki nema eins árs þannig að það hefur ekki reynt mikið á afahæfileika mín. Ég fann að maður er komin úr æfingu með lítil börn, ef að kúkableyjan fyllist þá skilar maður þeim bara til baka,” segir Logi Bergmann meira í gríni en alvöru.

afi

SNIÐUGI SJÓNVARPSAFINN: Logi Bergmann og yngsta dóttir hans dáðst að fyrsta barnabarninu.

 

afar

ROKKAFINN: Ólafur Páll Gunnarsson er helsti sérfræðingur Íslands í rokktónlist og hann mun án efa hlutast til um tónlistarlegt uppeldi dótturdóttur sinnar.

 

afi

SÍSPAUGANDI AFI: Karl Ágúst Úlfsson er duglegur að sinna barnabörnunum. Hvort að þau hlæi að bröndurum hans er hinsvegar ekki vitað.

 

afar

ÚTSVARSAFINN: Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður tekur sig vel út í hlutverki afans.

 

ellert

MARGFALDI AFINN: Ellert B Schram var myndaður með barnabarnahópinn fyrir vefritið Lifðu núna, en hann er sannarlega ríkur af barnabörnum og tekur sig vel út með hópinn.

 

Related Posts