Svalir geta verið til margra hluta nytsamlegar. Við sólum okkur þar, grillum okkur mat og viðrum sængur svo fátt eitt sé nefnt. Þær nýtast í margt fleira svalt, eins og þessar myndir bera með sér og eru oftar en ekki rómantísk umgjörð.

 

Konunglegur koss

Hertogahjónin af Cambridge, Katrín Middleton og Vilhjálmur Bretaprins, innsigluðu hjónaband sitt með kossi á svölum Buckingham-hallar þann 29. apríl 2011.

 

Rómeó og Júlíu-svalirnar

Á 13. öld bjó á Veróna á Ítalíu Cappello-fjölskyldan  sem sögð er vera fyrirmynd fjölskyldunnar í leikriti Shakespears um Rómeó og Júlíu.

Ástfangnir „pílagrímar“ hvaðanæva að úr heiminum hafa heimsótt svalir Cappello-setursins og yfirvöld á staðnum bjóða nú pörum að ganga í hjónaband þarna. Fótboltamaðurinn Luca Ceccarelli sem spilar með Verona gekk að eiga sína Júlíu þarna, eða Irene Lamforti, en þau voru fyrst til að grípa tækifærið og gifta sig á þessum stað rómantíkurinnar.

Fokdýrt er fyrir aðkomufólk að gifta sig þarna, fólk utan Evrópu borgar um 150 þúsund krónur og Evrópubúar um 120 þúsund krónur. Eins gott að hjónabandið endist … Venjulegt verð fyrir giftingu á Ítalíu er annars í kringum 8.000 krónur.

 

Sveiflaði syninum yfir svalahandriðið

„Þetta voru hræðileg mistök hjá mér, ég myndi aldrei leggja börn mín viljandi í hættu,“ sagði Michael Jackson eftir að hafa sveiflað yngsta barni sínu yfir handrið svala á þriðju hæð Adlon-hótelsins í Berlín. Undir teppinu var yngri sonur hans, Prince Michael II. Michael var gagnrýndur harðlega fyrir uppátækið sem gerðist í nóvember 2002.

 

Rapunzel prinsessa var með svo sítt og þykkt hár að hægt var að klifra á því upp á svalir til hennar.

 

Það er greinilega erfitt að finna bílastæði í Kænugarði í Úkraínu.

 

Related Posts