Það er varla hægt að ganga niður Laugarveginn án þess að sjá að minnsta kosti sjö einstaklinga taka svokallaða sjálfu. Sjálfan nýtur gríðarlegra vinsælda og magnið af þannig myndum inni á samskiptamiðlum er gríðarlegt. Það eru þó ekki bara Jón og Gunna niðri í bæ sem taka af sér sjálfur því fína og fræga fólkið er duglegt að taka af sér myndir og birta á sínum síðum. Hér má sjá nokkrar góðar sjálfur frá nokkrum af frægustu einstaklingum heims.

Sjálfur

SÚ FRÆGASTA: Hér má sjá eina frægustu sjálfu heims en þessa mynd tók stórleikarinn Bradley Cooper á Óskarsverðlaununum. Bradley tók myndina á síma Ellen DeGeneres, sem var kynnir á hátíðinni, og þarna má meðal annars sjá þau tvö, leikkonuna Jennifer Lawrence, leikarana Jared Leto, Brad Pitt, Channing Tatum og Kevin Spacey. Leikkonurnar Meryl Streep, Angelina Jolie og Lupita Nyong´O fá að vera með en sá sem vakti hvað mesta athygli var bróðir Lupitu, Peter Nyong´O en áður en þessi mynd var tekin vissi alheimurinn ekki hver hann var. Ellen tísti myndinni sem er sú mynd sem hefur verið deilt hvað mest á Twitter.

Sjálfur

SIMMASJÁLFA: Það má segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, sé hálfgerður tískufrumöður en hann tók þessa sjálfu af sér fyrir fjölmörgum árum.

Sjálfur

GLAMÚRSJÁLFA: Partípinninn og hótelerfinginn Paris Hilton er mikið að vinna með speglasjálfurnar en það virðist fylgja þeim sjálfum að fyrirsætan er sjaldnast mikið klædd.

Sjálfur

SJÁLFUDROTTNINGIN: Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er sjálfudrottningin. Það er engin fræg manneskja sem kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar kemur að því að taka góða sjálfu, enda er hún búin að fullkomna tæknina.

Sjálfur

BOLAMYND: Bolamyndirnar verða ekki miklu betri en þessi. Sjálfa með páfanum verður seint toppuð.

Sjálfur

KRÚTTLEGT HULSTUR: Gamanleikarinn Adam Sandler hlóð í þessa sjálfu en athygli vakti krúttlegt hulstur sem var utan um símann.

Sjálfur

SPEGLASJÁLFAN: Söngkonan Miley Cyrus er dugleg að birta sjálfur af sér og sjaldnast er hún í efnismiklum fötum. Hún hefur náð að fullkomna speglasjálfuna vinsælu.

Actor Benedict Cumberbatch takes a selfie with a fan at “The Imitation Game” premiere during the 2014 Toronto International Film Festival at Princess of Wales Theatre on September 9, 2014 in Toronto, Canada. (Photo by George Pimentel/Getty Images)

ENGINN SÍMI TAKK: Leikarinn Benedict Cumberbatch ákvað að fara „back to basic“ á þessari sjálfu og sleppa því að nota síma. Bara alvörumyndavél fyrir okkar mann takk fyrir.

SYDNEY, AUSTRALIA - NOVEMBER 26: Katy Perry takes a selfie with fans at the 28th Annual ARIA Awards 2014 at the Star on November 26, 2014 in Sydney, Australia. (Photo by Ryan Pierse/Getty Images)

BROSA: Söngkonan Katy Perry veit hvar sín besta hlið er og nýtir símann óspart til að ná hinni fullkomnu sjálfu.

Sjálfur

MEÐ AÐDÁENDUM: Leikarinn Aaron Paul á marga dygga aðdáendur og hann er duglegur að taka sjálfur af sér með þeim.

Actor Samuel L Jackson (L) takes a selfie with director Quentin Tarantino (L) at a ceremony honoring actor Christoph Waltz with a star on the Hollywood Walk of Fame, December 1, 2014 in Hollywood, California. Austrian double-Oscar winner Christoph Waltz was honored with a star on Tinseltown's storied Walk of Fame on Monday -- with Quentin Tarantino first in line to pay tribute. The "Pulp Fiction" director, whose decision to cast Waltz in 2009's "Inglourious Basterds" helped the Vienna-born star win the first of his two best supporting actor Oscars, called him "my favorite Austrian." AFP PHOTO / Robyn Beck (Photo credit should read ROBYN BECK/AFP/Getty Images)

KANÓNUR: Þær verða ekki miklu harðari en þessi sjálfa. Stórleikarinn Samuel L. Jackson tekur eina sjálfu af sér og leikstjóranum Quentin Tarantino.

President Barack Obama poses for a selfie with Bill Nye, left, and Neil DeGrasse Tyson in the Blue Room prior to the White House Student Film Festival, Feb. 28, 2014. (Official White House Photo by Pete Souza) This official White House photograph is being made available only for publication by news organizations and/or for personal use printing by the subject(s) of the photograph. The photograph may not be manipulated in any way and may not be used in commercial or political materials, advertisements, emails, products, promotions that in any way suggests approval or endorsement of the President, the First Family, or the White House.

ÞRUSU ÞRENNING: Leikarinn Bill Nye tók þessa rándýru sjálfu af sér og forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Vísindamaðurinn Neil deGrasse Taylor fékk einnig að vera með.

sjálfa

SJÁLFA FYRIR ALLA: Þessi mynd af forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton og æstum aðdáendahópi hennar hefur vakið mikla athygli. Nánast hver einn og einasti þarna inni vildi fá sjálfu af sér með Hillary og fengu því aðeins að sjá stjörnuna sína í gegnum símann.

Séð og Heyrt tekur sjálfur.

 

Related Posts