Eitt þúsund og fimm hundruð konur þreyta próf nú í vikulokin með það að markmiði að komast að sem flugfreyjur hjá Icelandair. Þær þurfa að búa sig vel undir prófið því flugfreyjur þurfa að vera vel að sér í háloftunum þegar ferðamenn vilja fræðast um land og þjóð og kannski heiminn allan.

Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair þurfa að vita hver er ríkislögreglustjóri á Íslandi, ritstjóri Fréttablaðsins, flatarmál Þingvallavatns, vegalengdina frá Akureyri til Reykjavíkur og hvernig grilla á samlokur í háloftunum. Það þarf að grisja ljóskurnar frá.

Ekki fá allir að þreyta prófið, sem er fyrir bæði kynin, því umsækjendur mega ekki vera fæddir fyrir 1980 og því ekki vera eldri en 35 ára.

Eftir miklu er að slægjast því útborguð laun eru sögð 500 þúsund krónur og þá eru dagpeningar reiknaðir með skattfrjálsir. En aðalmálið er að geta verslað.

H&M, Mango og Victoria´s Secret eru draumastaðir fyrir flugfreyjur og flugþjóna. Þar má fata sig upp fyrir brot af því sem hlutirnir kosta á Íslandi og þá ekki bara sjálfan sig heldur alla fjölskylduna. Það er kjarabót í lagi svo ekki sé minnst á að stoppa í fríhöfnum víða um heim nokkrum sinnum í viku.

Flugfreyjustarfið er ekki auðvelt. Það vita flugfarþegar sjálfir sem eru stundum marga daga að ná sér eftir

eir’kur j—nsson

eitt flug yfir hafið. Fólk sem fer úr skónum í flugtaki kemst kannski ekki í þá aftur vegna uppsafnaðs bjúgs fyrr en nokkrum dögum eftir lendingu. En flugfreyjurnar láta sig hafa það. Því flugfreyjustarfið gerir lífið skemmtilegra – eins og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts