Bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2 eiga hrós skilið fyrir að færa okkur glæsilega atburði eins og Edduna og Tónlistarverðlaunahátíðina heim í stofu í beinum útsendingum.

Eins og gefur að skilja hafa flestir landsmenn ekki tök á að mæta í Hörpu og taka þátt í gleðinni enda sætaframboð takmarkað. Því skiptir miklu að almenningur fái að njóta og taka þátt í stofunni heima á besta útsendingartíma um helgar. Öll fjölskyldan sameinast þá fyrir framan sjónvarpið og nýtur alls hins besta sem íslensk samtímamenning hefur upp á að bjóða.

Það er alls ekki sjálfsagt að stóru sjónvarpsstöðvarnar sinni þessu menningarhlutverki því útsendingarnar eru bæði langar og dýrar. En með samhentu átaki allra sem að koma heppnast þetta frábærlega og allir njóta með.

Í raun stendur þjóðin í þakkarskuld við Ríkissjónvarpið og Stöð 2 eftir útsendingar síðustu helgar sem færðu bæði birtu, yl og menningu inn á hvert heimili í landinu.

Sjónvarpsáhorfendur eru þegar farnir að hlakka til Grímunnar, þar sem leikhúsfólk veitir sín verðlaun, en það er ekki fyrr en í sumar og vonandi senda báðar stóru sjónavarpsstöðvarnar út frá þeim viðburði svo allir fái að njóta.

Þá má einnig benda á árshátíð Læknafélags Reykjavíkur, sem haldin er árlega líkt og Eddan, Tónlistarverðlaunin og Gríman. Þar eru einnig frábær skemmtiatriði sem eiga erindi við almenning svo ekki sé minnst á árshátíð Landspítalans, eiríkur jónssonÞjóðarbókhlöðunnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Allt gerir þetta lífið skemmtilegra – eins og við í viku hverri.

Eiríkur Jónsson

Related Posts