Steingrímur Jón Þórðarson (48) veiðir með myndavél:

Kvikmyndatökumaðurinn Steingrímur Jón Þórðarson fer á nýjar slóðir eftir fjórtán ár á bak við myndavélina í Sjálfstæðu fólki með Jóni Ársæli á Stöð 2 sem frægt er. Steingrímur hefur fengið stangveiðimanninn Gunnar Bender í lið með sér og saman verða þeir með þáttinn Við árbakkann á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Veiðiferð

MEÐ AÐAL: Forsætisráðherra myndaður við laxveiðar.

Saknar Sjálfstæðs fólks „Ég og Gunnar Bender, einhver færasti veiðimaður landsins, verðum saman með þáttinn. Við munum mæta í margar af flottustu ám landsins með myndavélina og stöngina að vopni. Við tókum opnun í Norðurá um daginn þar sem Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð köstuðu fyrir laxi. Bjarni náði einum flottum en Sigmundur lét sér nægja að standa við bakkann í strigaskóm. Í fyrsta þættinum munum við fylgja Bubba Morthens og Björgvini Halldórssyni eftir og það er alltaf gaman með þeim tveimur,“ segir Steingrímur en þetta er fyrsta sjónvarpsverkefni hans eftir að Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli var lagt af á Stöð 2.

Að hrökkva eða stökkva
„Ég og Jón Ársæll erum mjög góðir vinir og erum að vinna í nýjum þætti saman. Það er ekkert ákveðið enn þá hvernig þáttur það verður, það mun bara tíminn leiða í ljós. Ég sakna þáttarins, var auðvitað framleiðandi hans í fjórtán ár þannig að þetta hefur verið stór partur af lífi mínu. Maður sá fyrir sér að þessi þáttur yrði endalaus en það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Annaðhvort að deyja með þættinum eða finna sér eitthvað nýtt.“
Myndar veiði en veiðir minna
„Ég hef mjög gaman af veiði en því miður getur maður lítið veitt sjálfur. Ég er alltaf á bak við myndavélina að mynda aðra við veiðarnar en það er engu að síður mjög skemmtilegt. Ég tek stundum nokkur köst í þessum ferðum en hef því miður ekki nógu mikinn tíma til að fara sjálfur í veiðiferð.“

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu!

Related Posts