Halaleikhópurinn í Hátúni:

Halaleikhópurinn setur á svið leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag sem stofnað var fyrir tæpum aldarfjórðungi og hefur að markmiði að iðka leiklist fyrir alla. Í þessum hóp er fötlun hvorki hindrun né skilyrði heldur tækifæri.

Góður leikur Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma.

Gunnar Gunnarsson, Gunsó í hlutverki Jerry

JERRY STRAUJAR: Gunnar Gunnarsson, Gunsó, í hlutverki Jerry.

 

Hlynur Finnbogason í hlutverki Scullery

STÚTUR: Hlynur Finnbogason er trúverðugur með flöskuna.

 

Margret Guttormsdottir sem Molly

MOLLY: Margrét Guðmundsdóttir dregur ekkert undan í túlkun sinni á sviðinu sem Molly.

 

Guðríður Ólafs Ólafíudóttir og Matthildur Kristmannsdóttir í hlutverki Dor & Lane

TVÆR GÓÐAR: Guðríður Ólafs og Matthildur Kristmanns fara á kostum í hlutverkum Dor og Cane.

Verkið var frumsýnt í lok janúar allar sýningar Halaleikhópsins fara fram í Halanum, Hátúni 12 í Reykjavík. Miðasala fer fram í síma 897-5007.

Séð og Heyrt – alla daga!

Related Posts