Stefán Hilmarsson (48)  er í jólaskapi í Salnum í Kópavogi:

 

Rakel Árnadóttir er einn heitasti aðdáandi Stefáns Hilmarssonar, svo mikill að hún hefur látið tattúvera nafn hans á hægri framhandlegg sinn.

TATTÚ NÆRMYND

FLOTT TATTÚ: Þetta er eiginhandaskrift Stefáns sem Rakel er með á handleggnum.

Rakel mætti að sjálfsöðu á jólatónleika Stefáns í Salnum í Kópavogi en aðsókn hefur verið þvílík að bætt hefur verið við fimmtu tónleikunum 19. desember.

Sonur Stefáns, Birgir Steinn, syngur með föður sínum á tónleikunum og gerir stormandi lukku.

“Þess má geta að á tónleikunum um liðna helgi var mér afhent gullplata til merkis um að fyrri jólaplatan, „Ein handa þér“, hefur selst í yfir 5.000 eintökum,” segir Stefán og er að vonum ánægður með viðtökurnar.

Nýja jólaplatan fæst árituð og heimsend á stefanhilmarsson.is.

 

tattú 5

SYNI FAGNAÐ: Stefán fagnar syni sínum fyrir góðan söng.

 

 

tattú 4

GULLPLATA: Stefán fékk gullplötu fyrir að hafa selt síðustu jólaplötu sína í fimm þúsund eintökum.

 

 

tattú 2

ÁNGÆÐ: Rakel í góðum félagsskap með söngelsku feðgunum.

Related Posts