Soffía Margrét Sölvadóttir (15) er efnileg í fótbolta:

Knattspyrnukonan Soffía Margrét Sölvadóttir býr á Selfossi og æfir knattspyrnu af miklu kappi. Hún var einnig fulltrúio Tælands á Menningarhátíð Reykjavíkur en móðir hennar er Tælensk. Soffía segir að menningarmunurinn á Tælandi og Íslandi sé mikill og báðir staðir hafi sína kosti.

BLÓMLEG: Það fer Soffíu einstaklega vel að klæðast blómakjól.

BLÓMLEG: Það fer Soffíu einstaklega vel að klæðast blómakjól.

Boltastelpa „Ég er búin að æfa fótbolta núna í eitt ár en áður hafði ég verið að æfa fimleika. Ég æfði fótbolta þegar ég var yngri en hætti fyrir fimleikana og svo sneri ég þessu við fyrir ári. Hætti í fimleikum og byrjaði aftur í fótbolta,“ segir Soffía.

„Ég á að vera í þriðja flokki en við erum svo fáar að æfa þannig að ég æfi með öðrum flokki. Ég er ekki farin að brjóta mér leið inn í meistaraflokkinn eins og er en það er klárlega markmiðið. Ég ætla mér bara að komast sem lengst í þessu. Draumurinn er að sjálfsögðu komast í landsliðið.“

EFNILEG: Soffía Margrét er gríðarlega efnileg í fótbolta og á framtíðina fyrir sér.

EFNILEG: Soffía Margrét er gríðarlega efnileg í fótbolta og á framtíðina fyrir sér.

Tælenskar messur

Soffía var fulltrúi Tælands á síðustu Menningarhátíð Reykjavíkur. Móðir Soffíu er Tælensk og fjölskyldan fer saman til Tælands á hverju ári.

„Það var mjög skemmtilegt að vera fulltrúi fyrir Tæland. Sérstaklega þótti mér gaman að hitta krakka frá hinum löndunum og læra um þeirra menningu“, segir Soffía.

„Ég hef oft komið til Tælands, við förum eiginlega alltaf um jólin,“ segir Soffía en jólin í Tælandi eru ekki eins og á Íslandi eins og gefur að skilja.

LITRÍKT: Það er fallegt á Selfossi og þar eru blómin og blómakjólarnir glæsilegir.

LITRÍKT: Það er fallegt á Selfossi og þar eru blómin og blómakjólarnir glæsilegir.

„Nei þau eru ekki eins. Það eru jólatré og jólasveinar líka í Tælandi en það er haldið allt öðruvísi upp á þau,“ segir Soffía sem finnst sérstaklega skemmtilegt að fara í tælenskar messur.

„Það er virkilega skemmtilegt að fara í tælenska messu og fara í búddahúsin. Maður heyrir það líka frá Íslendingum sem fara til Tælands og skoða búddahúsin að þeim finnst það alveg rosalega áhugavert. Það koma munkar í Tælensku messunni og lesa upp fyrir fólkið. Það er alveg ótrúlega áhugavert að hlusta á þá. Síðan er bænastund og þá er í raun beðið til munksins, það er samt mjög misjafnt hvernig messurnar eru, það fer bara eftir því í hvaða búddahúsi þú ert.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts